Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Elvar Geir Magnússon skrifar 8. apríl 2010 20:58 Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira