Kosningarnar upphafið að endalokum fjórflokksins 30. maí 2010 09:41 Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson. Kosningar 2010 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson.
Kosningar 2010 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira