Jón finnur smugu 27. ágúst 2010 07:45 Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun