Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir og Tryggvi Helgason skrifa 17. október 2025 15:00 Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm í opinberri skýrslu árið 1997 (Obesity : preventing and managing the global epidemic : report of a WHO Consultation on Obesity, Geneva, 3-5 June 1997). Langvinnir sjúkdómar eru sjúkdómar sem krefjast eftirlits og meðferðar í meira en eitt ár og/eða hafa neikvæð áhrif á virkni eða getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Lengi vel byggði skilgreining offitusjúkdómsins eingöngu á líkamsþyngdarstuðli > 30 kg/m2 en tók ekki tillit til fitudreifingar eða þess hvort þyngdin hafði áhrif á heilsu einstaklingsins. Líkamsþyngdarstuðull, sem reiknaður er út frá þyngd og hæð einstaklingsins, er góður mælikvarði að mörgu leyti, einfaldur og ódýr, en segir þó ekki nægilega mikið til um heilsu einn og sér. Þannig geta tveir einstaklingar með sama líkamsþyngdarstuðul verið mjög ólíkir með tilliti til erfða, fitudreifingar, samsetningar líkamans og þróun fylgisjúkdóma. Árið 2024 birtu Evrópsku samtökin um rannsóknir á offitu (European Association for the Study of Obesity) nýja skilgreiningu á offitu í tímaritinu Nature. Offita er í dag skilgreind sem langvinnur sjúkdómur sem veldur aukinni eða óheilbrigðri fitusöfnun og myndast vegna samspils margra þátta. Nefna má erfðir, umhverfi, hegðun og sálfélagslega þætti til dæmis. Eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, getur offita versnað þrátt fyrir að viðeigandi meðferðarúrræðum hafi verið beitt og þau skilað góðum árangri. Í dag er lögð aukin áhersla á að taka hlutfall mittismáls og hæðar inn í greiningu á offitu þar sem aukin fitusöfnun kviðlægt felur í sér aukna áhættu á fylgisjúkdómum. Einnig er tekið tillit til fylgisjúkdóma og þess hvaða áhrif þyngdin hefur á líðan. Þannig getur einstaklingur í dag verið með offitu með líkamsþyngdarstuðul 25 kg/m2 ef aukin kviðlæg fitusöfnun er til staðar sem og greindir fylgisjúkdómar eins og kæfisvefn, sykursýki og fleira. Einnig er tekið tillit til andlegrar líðanar, einkenna frá stoðkerfi, virkni og félagslegra þátta. Markmiðið er ekki að greina fleiri með sjúkdóma heldur er þetta í samræmi við nýjustu vísindaþekkingu og mikilvægt að geta gripið inn í með stuðningi og heildrænni meðferð þegar aukin þyngd er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Til viðbótar við greiningu á sjúkdómnum er einnig mikilvægt að meta alvarleika hans og ákveða meðferðarúrræði út frá því. Þannig er fylgst með því hvort sjúkdómurinn sé að versna og þörf sé á öflugri eða sérhæfðari meðferðarúrræðum. Til þess að meta alvarleika og þróun sjúkdómsins er til dæmis mælt með reglulegu eftirliti, mati á heilsutengdum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum sem og skimun fyrir illkynja sjúkdómum sem tengjast offitu. Meðferðarúrræði byggja áfram á áherslum í tengslum við góða næringu, hreyfingu og virkni sem ýtir undir góða líðan, bættan svefn og úrræði til að draga úr streitu. Við þetta má bæta lyfjameðferð, þverfaglegri meðferð eða efnaskiptaaðgerðum eftir þörfum. Ekki skal einblína á þyngdartap eitt og sér heldur leggja áherslu á greiningu og meðhöndlun fylgisjúkdóma, lífsgæði, andlega líðan og líkamlega og félagslega virkni. Miða skal við að viðhalda góðum vöðvamassa og forðast kúra eða svelti sem ýta undir hratt þyngdartap, átröskunarhegðun, neikvæð áhrif á næringarstöðu og þannig tap á vöðvamassa. Þekkingu og skilningi á offitusjúkdómnum fer hratt fram. Breytingar hafa orðið á klínískum leiðbeiningum og erfitt getur verið að fylgjast með og tryggja að fagleg meðferð sé veitt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk nálgist sjúkdóminn, uppvinnslu og meðferð hans á sambærilegan hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig fyrir skjólstæðinga okkar. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk til þess að koma og fræðast um offitu á ráðstefnunni Offita á krossgötum, byggjum meðferð á þekkingu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 31. október næstkomandi. Hægt er að nálgast miða á Tix.is. Höfundar eru sérfræðilæknar í þverfaglegum sérhæfðum meðferðarteymum sem sinna börnum og fullorðnum einstaklingum með offitu. Þeir skrifa fyrir hönd Félags fagfólks um offitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm í opinberri skýrslu árið 1997 (Obesity : preventing and managing the global epidemic : report of a WHO Consultation on Obesity, Geneva, 3-5 June 1997). Langvinnir sjúkdómar eru sjúkdómar sem krefjast eftirlits og meðferðar í meira en eitt ár og/eða hafa neikvæð áhrif á virkni eða getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Lengi vel byggði skilgreining offitusjúkdómsins eingöngu á líkamsþyngdarstuðli > 30 kg/m2 en tók ekki tillit til fitudreifingar eða þess hvort þyngdin hafði áhrif á heilsu einstaklingsins. Líkamsþyngdarstuðull, sem reiknaður er út frá þyngd og hæð einstaklingsins, er góður mælikvarði að mörgu leyti, einfaldur og ódýr, en segir þó ekki nægilega mikið til um heilsu einn og sér. Þannig geta tveir einstaklingar með sama líkamsþyngdarstuðul verið mjög ólíkir með tilliti til erfða, fitudreifingar, samsetningar líkamans og þróun fylgisjúkdóma. Árið 2024 birtu Evrópsku samtökin um rannsóknir á offitu (European Association for the Study of Obesity) nýja skilgreiningu á offitu í tímaritinu Nature. Offita er í dag skilgreind sem langvinnur sjúkdómur sem veldur aukinni eða óheilbrigðri fitusöfnun og myndast vegna samspils margra þátta. Nefna má erfðir, umhverfi, hegðun og sálfélagslega þætti til dæmis. Eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, getur offita versnað þrátt fyrir að viðeigandi meðferðarúrræðum hafi verið beitt og þau skilað góðum árangri. Í dag er lögð aukin áhersla á að taka hlutfall mittismáls og hæðar inn í greiningu á offitu þar sem aukin fitusöfnun kviðlægt felur í sér aukna áhættu á fylgisjúkdómum. Einnig er tekið tillit til fylgisjúkdóma og þess hvaða áhrif þyngdin hefur á líðan. Þannig getur einstaklingur í dag verið með offitu með líkamsþyngdarstuðul 25 kg/m2 ef aukin kviðlæg fitusöfnun er til staðar sem og greindir fylgisjúkdómar eins og kæfisvefn, sykursýki og fleira. Einnig er tekið tillit til andlegrar líðanar, einkenna frá stoðkerfi, virkni og félagslegra þátta. Markmiðið er ekki að greina fleiri með sjúkdóma heldur er þetta í samræmi við nýjustu vísindaþekkingu og mikilvægt að geta gripið inn í með stuðningi og heildrænni meðferð þegar aukin þyngd er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Til viðbótar við greiningu á sjúkdómnum er einnig mikilvægt að meta alvarleika hans og ákveða meðferðarúrræði út frá því. Þannig er fylgst með því hvort sjúkdómurinn sé að versna og þörf sé á öflugri eða sérhæfðari meðferðarúrræðum. Til þess að meta alvarleika og þróun sjúkdómsins er til dæmis mælt með reglulegu eftirliti, mati á heilsutengdum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum sem og skimun fyrir illkynja sjúkdómum sem tengjast offitu. Meðferðarúrræði byggja áfram á áherslum í tengslum við góða næringu, hreyfingu og virkni sem ýtir undir góða líðan, bættan svefn og úrræði til að draga úr streitu. Við þetta má bæta lyfjameðferð, þverfaglegri meðferð eða efnaskiptaaðgerðum eftir þörfum. Ekki skal einblína á þyngdartap eitt og sér heldur leggja áherslu á greiningu og meðhöndlun fylgisjúkdóma, lífsgæði, andlega líðan og líkamlega og félagslega virkni. Miða skal við að viðhalda góðum vöðvamassa og forðast kúra eða svelti sem ýta undir hratt þyngdartap, átröskunarhegðun, neikvæð áhrif á næringarstöðu og þannig tap á vöðvamassa. Þekkingu og skilningi á offitusjúkdómnum fer hratt fram. Breytingar hafa orðið á klínískum leiðbeiningum og erfitt getur verið að fylgjast með og tryggja að fagleg meðferð sé veitt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk nálgist sjúkdóminn, uppvinnslu og meðferð hans á sambærilegan hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig fyrir skjólstæðinga okkar. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk til þess að koma og fræðast um offitu á ráðstefnunni Offita á krossgötum, byggjum meðferð á þekkingu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 31. október næstkomandi. Hægt er að nálgast miða á Tix.is. Höfundar eru sérfræðilæknar í þverfaglegum sérhæfðum meðferðarteymum sem sinna börnum og fullorðnum einstaklingum með offitu. Þeir skrifa fyrir hönd Félags fagfólks um offitu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar