,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar 18. október 2025 14:31 Í hnotskurn: Árni Sæberg blaðamaður á visir.is skrifar frétt í vikunni sem er að líða um gallaðan hund. Eftir lesturinn kom upp í huga mér: Þegar lagapraxís hverfur til fortíðar. Um handvömm, eftirlits og þekkingarleysi í íslenskri hundarækt og á hundamarkaðnum. Vandlega ræktaðir hvolpar eru nautn sem fjölskylduviðbót og eykur gæði útivistar verulega - Ljósmynd: greinarhöfundur. Skyni gædd lífvera en ekki hlutur Það þóttu stórtíðindi, árið 2013, þegar löggjafinn skilgreindi dýr sem skyni gæddar lífverur í lögum um velferð dýra og skerpti þar með á því og viðurkenndi að dýr væru ekki eins og hver annar dauður hlutur. Það var viðhorfið í margar aldir á undan - til allra dýra. Þetta virðist Kærnunefnd vöru og þjónustukaupa, opinberu stjórnvaldi, hafa yfirsést í úrskurði sínum í máli nr. 24/2025 , mál sem með réttu er einkaréttarlegs eðlis og átti ekkert erindi við nefndina, hefði átt að sæta frávísun. Þetta er klassískt kröfuréttarmál um verulega vanefnd ef málsástæður sóknaraðila eru réttar. Varnaraðili hafði ekki uppi neinar varnir. Málið er byggt á atriðum sem eiga ekkert skylt við það lagaumhverfi sem nefndin byggir niðurstöðu sína á. Það vildi löggjafinn staðfest með lögum um velferð dýra. Hann vildi útrýma þeim annmarka á skilgreiningu dýra að þau væru eins og hver annar dauður söluhlutur. Það er samt upplegg nefndarinnar í úrskurði sínum. Dapurlegt af stjórnvaldi þegar löggjafinn hefur nýlega staðfest aðra skilgreiningu og framkvæmdavaldið almennt fylgt henni. Málið fjallar um hund sem virðist haldinn sjúkdómi, meðfæddum eða áunnum og rangri meðferð hans - skorti á réttri meðferð. Uppskeran varð önnur en vænta hefði mátt af hreinræktuðum hundi. Brýnt hefði verið að fá áhugasaman dómara til að fjalla um þetta mál út frá kröfurétti og lögum um velferð dýra hvar ríkar kröfur eru gerðar um þekkingu á dýrahaldi þmt uppeldi hunda. Greinin vakti athygli mína og gaf mér tilefni til að skrifa um nokkuð tengt hundarækt sem ég hef beðið eftir tilefni til að byrja. Skv. verðmiða hundsins er í málinu líklega verið að fjalla um hreinræktaðan hund, með ættbók frá Hundaræktarfélagi Íslands og ekki er ólíklegt að um smáhund sé að ræða en þeir virðast margir haldnir þeim annmörkum sem kemur fram í málinu, sökum áberandi skorts á þekkingu ræktenda, kaupendenda og fíkn þeirra síðarnefndu í nokkur grömm af hundi, sem þeir virðast vilja manngera, breyta úr rándýri í barn. Íslensk hundahaldsmenning sérstaks eðlis Íslensk hundahaldsmenning er sérstaks eðlis, lítt til fyrirmyndar og virðist fara hrakandi. Samanburð minn sæki ég til Evrópu. Þetta er skoðun mín eftir samfleytt 50 ár í hundahaldi. Samfélagsmiðlaumræðan (blaðrið) er líka vitnisburður um það. Við erum áratugum á eftir nágrannaþjóðum okkar í viðhorfi, þekkingu, ræktun og uppeldi hunda og hundahaldi. Á Íslandi starfar eitt hundaræktarfélag, HRFÍ Hlutverk þess er m.a. skv. lögum þess að: 1. Stuðla að réttri meðferð, aðbúnaði og uppeldi hunda. 2 Standa vörð um ræktun, ræktunarmarkmið og vinnueiginleika viðurkenndra hundakynja. 3.Fylgjast með nýjungum og rannsóknum á sviði erfðafræði, atferli og heilbrigði hunda..... Ég stend fast á því að þarna hefur HRFÍ brugðist. Það eru óeðlilega margir hreinræktaðir hundar á hundanámskeiðum vegna skapgerðabresta. Á Íslandi græða svokallaðir ræktendur á tá og fingri Á Íslandi græða svokallaðir ræktendur á tá og fingri vegna græðgi kaupenda. Markaðslögmál framboðs og eftirspurnar blómstrar sannarlega í hundarækt þó umræðan segi að farið sé að hægjast á vegna offramboðs gráðugra ræktenda. Að mínu mati uppfylla fæstir þeirra skilgreininguna hundaræktandi eins og hún er viðurkennd í hinum stóra heimi. Sú skilgreining er, mjög einfölduð: þú velur karlhund sem er betri en kvenhundurinn í því skyni að bæta galla móðurinnar. Niðurstaðan á að verða jafngóðir eða betri hvolpar en móðirin. Hver einasti hvolpakaupandi ætti fyrst og fremst að kynnast móður og föður hvolpanna áður en hann veltir fyrir sér kaupum hvolpi. Þeir eru yfirleitt spegilmynd foreldra sinna. Hundasýningar Ísland er yfirfullt af því sem ég kalla titlatrúða í hundarækt. Þetta er hópur fólks sem linnulaust sækir sýningar eina hundaræktarfélags landsins og eru haldnar að jafnaði á 2ja mánaða fresti. Því dugar ekki að sýna einu sinni til tvisvar á ári, nei sumir þeirra fara á allar hundasýningar, sem fyrir vikið verða hundleiðinlegar og endurtekið efni. Þessi fíkn sömu aðila í titla og viðurkenningar er mér með öllu óskiljanleg. En þeir vita að því fleiri titlum sem þeir geta flaggað því ábatasamari verður ræktun þeirra, geta fjölgað gotum, lokkað kaupendur og ábatinn getur verið gríðarlegur. Hundarækt á Íslandi veltir hundruð milljóna króna. Líklega eru öll þessi got meira og minna seld án þess að tekjurnar séu gefnar upp til skatts. Sýningaárangur Ef kvendýr vinnur til verðlauna á sýningum HRFÍ er ekki óalgengt að eigandi kvendýrsins hefji grimma leita að karldýri sömu tegundar sem unnið hefur til verðlauna, þau pöruð, burtséð frá því hvað umræddir hundur hefur fram að færa gæðalega, sem ræktunardýr. Árangur á sýningum segir ekki nema brot af því en eigandinn leggur sérstakt hald á vel heppnað 30 sekúndna geðmat dómarans, þegar hann skoðar upp í kjaft hundsins og rennir höndum um líkama hans.. Hundur sem ei er geðprúður við skoðun fellur á því prófi. Erfðafræðiþekking íslenskra ,,hundaræktenda" Hundarækt snýst ekki nema að litlu leyti um sýningarárangur, nema fyrir ræktandann sem vill flagga, sem flestum viðurkenningum móður hvolpanna fyrir framan kaupandann. Stundum eru það örugglega samantekin ráð tíkareiganda og eiganda rakkans að para burtséð frá því hvort erfðafræðilega séu þau réttur valkostur. Eigandin rakkans hefur nefnilega líka hagsmuna að gæta. Vel heppnuð pörun, got og andvirði eins hvolps eða hvolpur kemur í hans hlut. Ef mál það sem er til umfjöllunar er tekið og giskað á að tíu hvolpar hafi fæðst kom 3.4 milljónir í hlut tíkareigandans og 380. þús. óskert í hlut eiganda rakkans. Af þessum 3,4 milljónir kemur tíkareigandinn vel út því kostnaður er ekki nema brotabrot af þessari upphæð. Erfðafræðiþekkingu íslenskra ,,hundaræktenda" hef ég talið í áratugi langt fyrir neðan meðallag. Hryggjarstykkið í agaðri og vandaðri hundarækt er: þú velur rakka til pörunar sem hefur yfirburði yfir tík þín. Skyldleikaræktun, sem flestir bölsótast yfir í þekkingarleysi (á Íslandi), getur þar verið lykilatriði til þess að ,,festa" ákveðna góða erfðafræðilega eiginleika. Hryggjarstykkið í vali á hvolpum er: þú kynnir þér BÁÐA foreldra af kostgæfni og metur af vandvirkni hvort þá prýði það geðslag sem þú ert að sækjast eftir og lýst er í ræktunarmarkmiði tegundarinnar. Þetta er nokkuð sem íslenskir ,,ræktendur" vilja helst ekki að kaupendur átti sig á en er, sem fyrr segir, lykilatriði áður en maður svo mikið sem byrjar að hugleiða að skoða hvolpana. Og aftur að umræddu máli Án þess að hafa hugmynd um það þá get ég mér þess til um að umræddur hvolpur hafi verið af smáhundakyni. Það er landlæg fíkn fyrir smáhundum á Íslandi og fólk bókstaflega stekkur á hvert einasta got. Söluverð hvolpa teigir anga sína upp í 7 stafa tölu í dag. Já, hátt í milljón krónur. Vegna skorta á aga, erfðafræðiþekkingu og illa meðfærilegra hunda hafa sprottið upp hundaskólar og svokallaðir atferlisráðgjafar eru á hverju götuhorni að reyna að ná valdi á geðröskuðum hundum. Sóknaraðili umrædds máls ku hafa haft samband við seljanda um viku eftir afhendingu ársgamals hunds. Hann væri ei húsvanur. Hefði metnaður verið af hálfu sóknaraðila hefði hann kippt því í lag. Ekkert er óeðlilegt við að hundur á vikugömlu nýju heimili geri þarfir sínar innandyra. Og næst komum við að kjarna málsins. Úr úrskurði nefndarinnar: ,,Sóknaraðili upplýsti þá að vandamálin hefðu haldið áfram, meðal annars að hundurinn hefði bitið eiginmann hennar og ítrekað ráðist á annan hund á heimilinu. Sóknaraðili ítrekaði ósk sína um að varnaraðili tæki hundinn til baka þar sem hún teldi hann taugaveiklaðan og ekki líða vel. Sóknaraðili lýsti því að hundurinn væri hræddur, sýndi árásarhegðun og hefði neikvæð áhrif á heimilislífið". Nefndin tekur afstöðu til atriða sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um hver orsök gæti verið fyrir. Hún spyr sig ekki: kunni sóknaraðili yfir höfuð hundauppeldi eða var hundurinn uppspretta lélegrar ræktunar geðstirðra foreldra hundsins. Um niðurstöðu nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar segir: Með vísan til alls framangreinds telur kærunefndin að hundurinn (söluhluturinn, innskot mitt) hafi ekki svarað til þeirra upplýsinga sem seljandi gaf við kaupin né haft þá eiginleika sem sóknaraðili mátti vænta miðað við aldur dýrsins og fullyrðingar varnaraðila. Þessi kynduga og fráleita niðurstaða minnir einna helst á einn helsta óvin íslenskra hundaeigenda í stjórnsýslumálum, Matvælastofnun, það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli. Ég hef fengið svona mál á mitt borð án þess einu sinni að byrja á þeim að fengnum upplýsingum frá kaupendum og sagt við þá: þú getur sjálfum þér kennt um (sbr. röksemdir mínar hér á undan). Undirbúðu kaup þín á hundi betur næst og aflaðu þér þekkingar. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í hnotskurn: Árni Sæberg blaðamaður á visir.is skrifar frétt í vikunni sem er að líða um gallaðan hund. Eftir lesturinn kom upp í huga mér: Þegar lagapraxís hverfur til fortíðar. Um handvömm, eftirlits og þekkingarleysi í íslenskri hundarækt og á hundamarkaðnum. Vandlega ræktaðir hvolpar eru nautn sem fjölskylduviðbót og eykur gæði útivistar verulega - Ljósmynd: greinarhöfundur. Skyni gædd lífvera en ekki hlutur Það þóttu stórtíðindi, árið 2013, þegar löggjafinn skilgreindi dýr sem skyni gæddar lífverur í lögum um velferð dýra og skerpti þar með á því og viðurkenndi að dýr væru ekki eins og hver annar dauður hlutur. Það var viðhorfið í margar aldir á undan - til allra dýra. Þetta virðist Kærnunefnd vöru og þjónustukaupa, opinberu stjórnvaldi, hafa yfirsést í úrskurði sínum í máli nr. 24/2025 , mál sem með réttu er einkaréttarlegs eðlis og átti ekkert erindi við nefndina, hefði átt að sæta frávísun. Þetta er klassískt kröfuréttarmál um verulega vanefnd ef málsástæður sóknaraðila eru réttar. Varnaraðili hafði ekki uppi neinar varnir. Málið er byggt á atriðum sem eiga ekkert skylt við það lagaumhverfi sem nefndin byggir niðurstöðu sína á. Það vildi löggjafinn staðfest með lögum um velferð dýra. Hann vildi útrýma þeim annmarka á skilgreiningu dýra að þau væru eins og hver annar dauður söluhlutur. Það er samt upplegg nefndarinnar í úrskurði sínum. Dapurlegt af stjórnvaldi þegar löggjafinn hefur nýlega staðfest aðra skilgreiningu og framkvæmdavaldið almennt fylgt henni. Málið fjallar um hund sem virðist haldinn sjúkdómi, meðfæddum eða áunnum og rangri meðferð hans - skorti á réttri meðferð. Uppskeran varð önnur en vænta hefði mátt af hreinræktuðum hundi. Brýnt hefði verið að fá áhugasaman dómara til að fjalla um þetta mál út frá kröfurétti og lögum um velferð dýra hvar ríkar kröfur eru gerðar um þekkingu á dýrahaldi þmt uppeldi hunda. Greinin vakti athygli mína og gaf mér tilefni til að skrifa um nokkuð tengt hundarækt sem ég hef beðið eftir tilefni til að byrja. Skv. verðmiða hundsins er í málinu líklega verið að fjalla um hreinræktaðan hund, með ættbók frá Hundaræktarfélagi Íslands og ekki er ólíklegt að um smáhund sé að ræða en þeir virðast margir haldnir þeim annmörkum sem kemur fram í málinu, sökum áberandi skorts á þekkingu ræktenda, kaupendenda og fíkn þeirra síðarnefndu í nokkur grömm af hundi, sem þeir virðast vilja manngera, breyta úr rándýri í barn. Íslensk hundahaldsmenning sérstaks eðlis Íslensk hundahaldsmenning er sérstaks eðlis, lítt til fyrirmyndar og virðist fara hrakandi. Samanburð minn sæki ég til Evrópu. Þetta er skoðun mín eftir samfleytt 50 ár í hundahaldi. Samfélagsmiðlaumræðan (blaðrið) er líka vitnisburður um það. Við erum áratugum á eftir nágrannaþjóðum okkar í viðhorfi, þekkingu, ræktun og uppeldi hunda og hundahaldi. Á Íslandi starfar eitt hundaræktarfélag, HRFÍ Hlutverk þess er m.a. skv. lögum þess að: 1. Stuðla að réttri meðferð, aðbúnaði og uppeldi hunda. 2 Standa vörð um ræktun, ræktunarmarkmið og vinnueiginleika viðurkenndra hundakynja. 3.Fylgjast með nýjungum og rannsóknum á sviði erfðafræði, atferli og heilbrigði hunda..... Ég stend fast á því að þarna hefur HRFÍ brugðist. Það eru óeðlilega margir hreinræktaðir hundar á hundanámskeiðum vegna skapgerðabresta. Á Íslandi græða svokallaðir ræktendur á tá og fingri Á Íslandi græða svokallaðir ræktendur á tá og fingri vegna græðgi kaupenda. Markaðslögmál framboðs og eftirspurnar blómstrar sannarlega í hundarækt þó umræðan segi að farið sé að hægjast á vegna offramboðs gráðugra ræktenda. Að mínu mati uppfylla fæstir þeirra skilgreininguna hundaræktandi eins og hún er viðurkennd í hinum stóra heimi. Sú skilgreining er, mjög einfölduð: þú velur karlhund sem er betri en kvenhundurinn í því skyni að bæta galla móðurinnar. Niðurstaðan á að verða jafngóðir eða betri hvolpar en móðirin. Hver einasti hvolpakaupandi ætti fyrst og fremst að kynnast móður og föður hvolpanna áður en hann veltir fyrir sér kaupum hvolpi. Þeir eru yfirleitt spegilmynd foreldra sinna. Hundasýningar Ísland er yfirfullt af því sem ég kalla titlatrúða í hundarækt. Þetta er hópur fólks sem linnulaust sækir sýningar eina hundaræktarfélags landsins og eru haldnar að jafnaði á 2ja mánaða fresti. Því dugar ekki að sýna einu sinni til tvisvar á ári, nei sumir þeirra fara á allar hundasýningar, sem fyrir vikið verða hundleiðinlegar og endurtekið efni. Þessi fíkn sömu aðila í titla og viðurkenningar er mér með öllu óskiljanleg. En þeir vita að því fleiri titlum sem þeir geta flaggað því ábatasamari verður ræktun þeirra, geta fjölgað gotum, lokkað kaupendur og ábatinn getur verið gríðarlegur. Hundarækt á Íslandi veltir hundruð milljóna króna. Líklega eru öll þessi got meira og minna seld án þess að tekjurnar séu gefnar upp til skatts. Sýningaárangur Ef kvendýr vinnur til verðlauna á sýningum HRFÍ er ekki óalgengt að eigandi kvendýrsins hefji grimma leita að karldýri sömu tegundar sem unnið hefur til verðlauna, þau pöruð, burtséð frá því hvað umræddir hundur hefur fram að færa gæðalega, sem ræktunardýr. Árangur á sýningum segir ekki nema brot af því en eigandinn leggur sérstakt hald á vel heppnað 30 sekúndna geðmat dómarans, þegar hann skoðar upp í kjaft hundsins og rennir höndum um líkama hans.. Hundur sem ei er geðprúður við skoðun fellur á því prófi. Erfðafræðiþekking íslenskra ,,hundaræktenda" Hundarækt snýst ekki nema að litlu leyti um sýningarárangur, nema fyrir ræktandann sem vill flagga, sem flestum viðurkenningum móður hvolpanna fyrir framan kaupandann. Stundum eru það örugglega samantekin ráð tíkareiganda og eiganda rakkans að para burtséð frá því hvort erfðafræðilega séu þau réttur valkostur. Eigandin rakkans hefur nefnilega líka hagsmuna að gæta. Vel heppnuð pörun, got og andvirði eins hvolps eða hvolpur kemur í hans hlut. Ef mál það sem er til umfjöllunar er tekið og giskað á að tíu hvolpar hafi fæðst kom 3.4 milljónir í hlut tíkareigandans og 380. þús. óskert í hlut eiganda rakkans. Af þessum 3,4 milljónir kemur tíkareigandinn vel út því kostnaður er ekki nema brotabrot af þessari upphæð. Erfðafræðiþekkingu íslenskra ,,hundaræktenda" hef ég talið í áratugi langt fyrir neðan meðallag. Hryggjarstykkið í agaðri og vandaðri hundarækt er: þú velur rakka til pörunar sem hefur yfirburði yfir tík þín. Skyldleikaræktun, sem flestir bölsótast yfir í þekkingarleysi (á Íslandi), getur þar verið lykilatriði til þess að ,,festa" ákveðna góða erfðafræðilega eiginleika. Hryggjarstykkið í vali á hvolpum er: þú kynnir þér BÁÐA foreldra af kostgæfni og metur af vandvirkni hvort þá prýði það geðslag sem þú ert að sækjast eftir og lýst er í ræktunarmarkmiði tegundarinnar. Þetta er nokkuð sem íslenskir ,,ræktendur" vilja helst ekki að kaupendur átti sig á en er, sem fyrr segir, lykilatriði áður en maður svo mikið sem byrjar að hugleiða að skoða hvolpana. Og aftur að umræddu máli Án þess að hafa hugmynd um það þá get ég mér þess til um að umræddur hvolpur hafi verið af smáhundakyni. Það er landlæg fíkn fyrir smáhundum á Íslandi og fólk bókstaflega stekkur á hvert einasta got. Söluverð hvolpa teigir anga sína upp í 7 stafa tölu í dag. Já, hátt í milljón krónur. Vegna skorta á aga, erfðafræðiþekkingu og illa meðfærilegra hunda hafa sprottið upp hundaskólar og svokallaðir atferlisráðgjafar eru á hverju götuhorni að reyna að ná valdi á geðröskuðum hundum. Sóknaraðili umrædds máls ku hafa haft samband við seljanda um viku eftir afhendingu ársgamals hunds. Hann væri ei húsvanur. Hefði metnaður verið af hálfu sóknaraðila hefði hann kippt því í lag. Ekkert er óeðlilegt við að hundur á vikugömlu nýju heimili geri þarfir sínar innandyra. Og næst komum við að kjarna málsins. Úr úrskurði nefndarinnar: ,,Sóknaraðili upplýsti þá að vandamálin hefðu haldið áfram, meðal annars að hundurinn hefði bitið eiginmann hennar og ítrekað ráðist á annan hund á heimilinu. Sóknaraðili ítrekaði ósk sína um að varnaraðili tæki hundinn til baka þar sem hún teldi hann taugaveiklaðan og ekki líða vel. Sóknaraðili lýsti því að hundurinn væri hræddur, sýndi árásarhegðun og hefði neikvæð áhrif á heimilislífið". Nefndin tekur afstöðu til atriða sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um hver orsök gæti verið fyrir. Hún spyr sig ekki: kunni sóknaraðili yfir höfuð hundauppeldi eða var hundurinn uppspretta lélegrar ræktunar geðstirðra foreldra hundsins. Um niðurstöðu nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar segir: Með vísan til alls framangreinds telur kærunefndin að hundurinn (söluhluturinn, innskot mitt) hafi ekki svarað til þeirra upplýsinga sem seljandi gaf við kaupin né haft þá eiginleika sem sóknaraðili mátti vænta miðað við aldur dýrsins og fullyrðingar varnaraðila. Þessi kynduga og fráleita niðurstaða minnir einna helst á einn helsta óvin íslenskra hundaeigenda í stjórnsýslumálum, Matvælastofnun, það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli. Ég hef fengið svona mál á mitt borð án þess einu sinni að byrja á þeim að fengnum upplýsingum frá kaupendum og sagt við þá: þú getur sjálfum þér kennt um (sbr. röksemdir mínar hér á undan). Undirbúðu kaup þín á hundi betur næst og aflaðu þér þekkingar. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun