Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. október 2025 18:47 Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar