Daníel Ágúst, Krummi og Birgir Ísleifur í Rod Stewart-klúbbi 28. apríl 2010 12:30 Daníel Ágúst og Birgir Ísleifur hafa stofnað fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn. Á myndina vantar Krumma Björgvinsson, sem var heima með pest. Fréttablaðið/Valli „Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira