Innlent

Tæplega tíu þúsund fleiri kjósendur á kjörskrá

Kjósendur á kjörskrá eru 9.767 fleiri nú en á kjörskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða sem svarar 4,5%.
Kjósendur á kjörskrá eru 9.767 fleiri nú en á kjörskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða sem svarar 4,5%. Mynd/Valgarður Gíslason
Kjósendur á kjörskrá eru 9.767 fleiri nú en á kjörskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða sem svarar 4,5%. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn til sveitarstjórnar sökum aldurs eru 18.772. Það eru 8,3% af heildarkjósendatölunni. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir svokölluðum kjörskrárstofnum, sem Þjóðskrá lætur þeim í té. Á kjörskrárstofnum, sem hafa verið unnir vegna kosninganna í vor eru 225.930 kjósendur og eru konur heldur fleiri, 113.663, en karlar 112.267. Breytingar sem eiga eftir að verða á þessum tölum munu verða óverulegar og stafa af andláti þeirra sem deyja eftir að kjörskrárstofn er unninn og leiðréttingum á villum, samkvæmt Hagstofunni.

2070 með lögheimili utan Norðurlanda

Meðal þeirra sem eru á kjörskrárstofnum fyrir kosningarnar í maí eru 2070 menn með lögheimili annars staðar á Norðurlöndum. Ríkisborgarar annarra ríkja á Norðurlöndum búsettir hér og með kosningarrétt eru 1050 og borgarar annarra ríkja 3525.

Þessi ríkisfangslönd eru algengust: Pólland 822, Danmörk (þar með taldar Færeyjar og Grænland) 586, Þýskaland 329, Litháen 245, Filippseyjar 232, Bretland 220, Taíland 215, Svíþjóð 211, Noregur 195, Bandaríkin 189, Portúgal 81, Holland 76, Frakkland 72, Víetnam 63, Kína 71, Finnland 58, Spánn 55 og Ítalía 54.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×