Öryggi barna á sundstöðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:15 Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar