Tveggja kosta völ Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2010 13:30 Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar