Um forsendur breytinga á innritun nýnema 4. febrúar 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun