Tuttugu þúsund ársverk vinnast Ögmundur Jónasson skrifar 30. mars 2010 06:00 Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun