Aðeins Írland með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland 20. nóvember 2010 09:00 Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland. Fjallað er um fjármagnstekjuskatt í Evrópulöndum á Market Watch vefsíðu The Wall Street Journal. Þar kemur fram að þessi skattur liggur yfirleitt á bilinu frá rúmlega 20% til rúmlega 30%. Hvað Norðurlöndin varðar er fjármagnstekjuskatturinn 25% í Danmörku, 26% í Svíþjóð og Finnlandi og 28% í Noregi. Hæsti fjármagnsskatturinn er í Frakklandi eða rúm 34% og í Belgíu eða tæp 34%. Í Þýskalandi er skatturinn rúm 30% og á Spáni slétt 30%. Lægsti fjármagnstekjuskatturinn, fyrir utan Írland og Ísland, er í Tékklandi og Portúgal eða 19%. Af öðrum þjóðum má nefna að í Bretlandi er fjármagnstekjuskatturinn 28% og í Sviss rúmlega 21%. Til samanburðar má svo nefna að fjármagnstekjuskattur í Bandaríkjunum er rúmlega 39%. Er þá tekinn saman alríkisskatturinn (32,7%) og meðaltalið af þeim fjármagnstekjuskatti sem einstök ríki taka (6,4%). Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland. Fjallað er um fjármagnstekjuskatt í Evrópulöndum á Market Watch vefsíðu The Wall Street Journal. Þar kemur fram að þessi skattur liggur yfirleitt á bilinu frá rúmlega 20% til rúmlega 30%. Hvað Norðurlöndin varðar er fjármagnstekjuskatturinn 25% í Danmörku, 26% í Svíþjóð og Finnlandi og 28% í Noregi. Hæsti fjármagnsskatturinn er í Frakklandi eða rúm 34% og í Belgíu eða tæp 34%. Í Þýskalandi er skatturinn rúm 30% og á Spáni slétt 30%. Lægsti fjármagnstekjuskatturinn, fyrir utan Írland og Ísland, er í Tékklandi og Portúgal eða 19%. Af öðrum þjóðum má nefna að í Bretlandi er fjármagnstekjuskatturinn 28% og í Sviss rúmlega 21%. Til samanburðar má svo nefna að fjármagnstekjuskattur í Bandaríkjunum er rúmlega 39%. Er þá tekinn saman alríkisskatturinn (32,7%) og meðaltalið af þeim fjármagnstekjuskatti sem einstök ríki taka (6,4%).
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira