Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast 6. maí 2010 04:30 Oddvitarnir fengu stuttan tíma til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum, og fannst Jóni Gnarr greinilega að Dagur B. Eggertsson færi full frjálslega með tíma fundargesta. Dagur grínaðist með það sjálfur að hann væri ekki þekktur fyrir að vera langorður, og uppskar hlátur fundargesta.Fréttablaðið/Anton Fréttaskýring: Hvernig leggja oddvitar framboðanna línurnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar? Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnarpólitíkinni í gær. „Ég sagði strax í upphafi að ef þetta [framboð Besta flokksins] yrði leiðinlegt myndi ég bakka út úr þessu,“ sagði Jón Gnarr, oddviti grínframboðsins Besta flokksins, í framsögu sinni á fundinum, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík. „Þegar fór að síga á þetta fóru að renna á mig tvær grímur. Meiri alvara fór að færast í þetta og leiðindi. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir. Eftir vandlega umhugsun hef ég ákveðið að draga framboð Besta flokksins til baka í sveitarstjórnarkosningunum.“ Besti flokkurinn mældist með stuðning 23,4 prósenta kjósenda í nýlegri könnun Fréttablaðsins og sló þögn á salinn við tíðindin. Nokkrum andartökum síðar sagði Jón: „Djók!” Það kom viðstöddum væntanlega lítið á óvart að oddviti Besta flokksins hæfi mál sitt með góðum brandara. Framboðið er enda grínframboð, þó að meiri alvara hafi raunar farið að færast yfir málflutning Jóns síðustu daga. En það var ekki bara ólíkindatólið Jón Gnarr sem var samur við sig á þessum fyrsta opna fundi oddvita allra framboða í borginni. Oddvitar stóru flokkanna voru einnig á kunnuglegum slóðum í málflutningi sínum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, lagði eins og áður áherslu á samstarf allra flokka. Hún sagðist ekki gefa út stór loforð en lofaði þó að gera eins vel og hægt er við núverandi aðstæður. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggja áherslu á að finna leiðir út úr kreppunni. Leggja verði áherslu á þjónustu við þá sem minna mega sín. Kosningarnar munu snúast um hugmyndafræði, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Eins og flestir á fundinum lagði hún áherslu á að standa vörð um velferðarmálin á erfiðum tímum. Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins, sagði áherslur flokksins liggja á sviði velferðarmála og atvinnumála. Hann sagði hugmynd Hönnu Birnu um nokkurs konar „þjóðstjórn“ allra flokka eftir kosningar góðra gjalda verða, en verði það raunin sagði hann að ópólitískur borgarstjóri yrði að leiða slíka stjórn. Fulltrúar smærri framboðanna fengu kærkomið tækifæri til að gera grein fyrir sínum stefnumálum á fundinum í gær. Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins, sagði Frjálslynda flokkinn ávallt hafa barist gegn sérhagsmunagæslu. Stefnumál flokksins séu fyrst og fremst að standa vörð um velferðarmálin í borginni. Til að afla fjár verði að efla útflutningsfyrirtæki og framleiðslu. Ólafur F. Magnússon, oddviti framboðs Óháðra, hvatti fundargesti til að skoða það sem borgarfulltrúar hafi gert undanfarin ár, ekki orðagjálfur á fundum. Hann sagði stjórnarsamstarf sitt með Sjálfstæðisflokknum hafa náð að festa flugvöllinn og gömlu borgina í sessi, en vandaði hvorki öðrum borgarfulltrúum né fjölmiðlum kveðjurnar. Nýverið var tilkynnt um nýtt framboð fyrir kosningarnar í vor, Reykjavíkurframboðið. Baldvin Jónsson, oddviti framboðsins, segir það óháð framboð um hagsmuni borgarbúa. Stefnumál framboðsins eru öðru fremur að þétta byggð og draga með því úr umferð. Framboðið vill í því skyni flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, og nýta landið undir íbúðabyggð. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sagði borgina leiðinlega og óbarnvæna, aðgengi fyrir fótgangandi og fatlaða væri lélegt og strætókerfið súrrealískt. Hann tók raunar ekki fram að þessu vildi Besti flokkurinn breyta, en lesa mátti það úr orðum hans. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig leggja oddvitar framboðanna línurnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar? Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnarpólitíkinni í gær. „Ég sagði strax í upphafi að ef þetta [framboð Besta flokksins] yrði leiðinlegt myndi ég bakka út úr þessu,“ sagði Jón Gnarr, oddviti grínframboðsins Besta flokksins, í framsögu sinni á fundinum, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík. „Þegar fór að síga á þetta fóru að renna á mig tvær grímur. Meiri alvara fór að færast í þetta og leiðindi. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir. Eftir vandlega umhugsun hef ég ákveðið að draga framboð Besta flokksins til baka í sveitarstjórnarkosningunum.“ Besti flokkurinn mældist með stuðning 23,4 prósenta kjósenda í nýlegri könnun Fréttablaðsins og sló þögn á salinn við tíðindin. Nokkrum andartökum síðar sagði Jón: „Djók!” Það kom viðstöddum væntanlega lítið á óvart að oddviti Besta flokksins hæfi mál sitt með góðum brandara. Framboðið er enda grínframboð, þó að meiri alvara hafi raunar farið að færast yfir málflutning Jóns síðustu daga. En það var ekki bara ólíkindatólið Jón Gnarr sem var samur við sig á þessum fyrsta opna fundi oddvita allra framboða í borginni. Oddvitar stóru flokkanna voru einnig á kunnuglegum slóðum í málflutningi sínum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, lagði eins og áður áherslu á samstarf allra flokka. Hún sagðist ekki gefa út stór loforð en lofaði þó að gera eins vel og hægt er við núverandi aðstæður. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggja áherslu á að finna leiðir út úr kreppunni. Leggja verði áherslu á þjónustu við þá sem minna mega sín. Kosningarnar munu snúast um hugmyndafræði, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Eins og flestir á fundinum lagði hún áherslu á að standa vörð um velferðarmálin á erfiðum tímum. Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins, sagði áherslur flokksins liggja á sviði velferðarmála og atvinnumála. Hann sagði hugmynd Hönnu Birnu um nokkurs konar „þjóðstjórn“ allra flokka eftir kosningar góðra gjalda verða, en verði það raunin sagði hann að ópólitískur borgarstjóri yrði að leiða slíka stjórn. Fulltrúar smærri framboðanna fengu kærkomið tækifæri til að gera grein fyrir sínum stefnumálum á fundinum í gær. Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins, sagði Frjálslynda flokkinn ávallt hafa barist gegn sérhagsmunagæslu. Stefnumál flokksins séu fyrst og fremst að standa vörð um velferðarmálin í borginni. Til að afla fjár verði að efla útflutningsfyrirtæki og framleiðslu. Ólafur F. Magnússon, oddviti framboðs Óháðra, hvatti fundargesti til að skoða það sem borgarfulltrúar hafi gert undanfarin ár, ekki orðagjálfur á fundum. Hann sagði stjórnarsamstarf sitt með Sjálfstæðisflokknum hafa náð að festa flugvöllinn og gömlu borgina í sessi, en vandaði hvorki öðrum borgarfulltrúum né fjölmiðlum kveðjurnar. Nýverið var tilkynnt um nýtt framboð fyrir kosningarnar í vor, Reykjavíkurframboðið. Baldvin Jónsson, oddviti framboðsins, segir það óháð framboð um hagsmuni borgarbúa. Stefnumál framboðsins eru öðru fremur að þétta byggð og draga með því úr umferð. Framboðið vill í því skyni flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, og nýta landið undir íbúðabyggð. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sagði borgina leiðinlega og óbarnvæna, aðgengi fyrir fótgangandi og fatlaða væri lélegt og strætókerfið súrrealískt. Hann tók raunar ekki fram að þessu vildi Besti flokkurinn breyta, en lesa mátti það úr orðum hans. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira