Evran aftur að lækka gangvart dollaranum 19. mars 2010 12:02 Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að evran gaf enn eftir gagnvart Bandaríkjadal í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:25) 1.355 dal. Það sem að helst veikir evruna eru áhyggjur af Grikklandi. Grannt er nú fylgst með hvort grískum stjórnvöldum takist að tryggja sér aðstoð frá félögum sínum í Evrópusambandinu en leiðtogar sambandsins hittast í næstu viku til að ræða m.a. málefni Grikklands.Grikkland hefur verið allsráðandi í hreyfingum á evru/dollar gengiskrossinum undanfarna mánuði en evran lækkaði um 10% gagnvart Bandaríkjadollar frá desemberbyrjun til febrúarloka. Í marsbyrjun varð viðsnúningur sem hefur á síðustu dögum gengið allur til baka.Útlit er fyrir að evran muni eiga undir högg að sækja á meðan málefni Grikklands eru óleyst en eins og kunnugt er hefur nú komið til tals að evruríkið leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búast má við að málin skýrist í næstu viku en þangað til þá má búast við að evran verði undir talsverðum þrýstingi. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að evran gaf enn eftir gagnvart Bandaríkjadal í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:25) 1.355 dal. Það sem að helst veikir evruna eru áhyggjur af Grikklandi. Grannt er nú fylgst með hvort grískum stjórnvöldum takist að tryggja sér aðstoð frá félögum sínum í Evrópusambandinu en leiðtogar sambandsins hittast í næstu viku til að ræða m.a. málefni Grikklands.Grikkland hefur verið allsráðandi í hreyfingum á evru/dollar gengiskrossinum undanfarna mánuði en evran lækkaði um 10% gagnvart Bandaríkjadollar frá desemberbyrjun til febrúarloka. Í marsbyrjun varð viðsnúningur sem hefur á síðustu dögum gengið allur til baka.Útlit er fyrir að evran muni eiga undir högg að sækja á meðan málefni Grikklands eru óleyst en eins og kunnugt er hefur nú komið til tals að evruríkið leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búast má við að málin skýrist í næstu viku en þangað til þá má búast við að evran verði undir talsverðum þrýstingi.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent