Acta óttast gjaldþrot, 300 Svíar ætla í mál við félagið 23. febrúar 2010 09:41 Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að heildarkröfur á hendur Acta ef félagið tapar hóplögsókninni myndu nema einum milljarði sænskra kr. eða tæpum 18 milljörðum kr. „Þennan milljarð eigum við ekki til," segir Geir Inge Solberg forstjóri Acta í samtali við e24.se.Eins og áður hefur komið fram hér á visir.is hafa um 3.200 Svíar fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.Þetta nýja tilboð Kaupþing fól í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.Nú hafa a.m.k. 300 Svíar hafnað tilboði Kaupþings og ætla saman í hóplögsókn gegn Acta til að reyna að fá fé sitt endurheimt. Fari svo að Svíarnir vinni málið munu tæplega 3.000 landar þeirra væntanlega fylgja í kjölfarið með sömu kröfurnar. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að heildarkröfur á hendur Acta ef félagið tapar hóplögsókninni myndu nema einum milljarði sænskra kr. eða tæpum 18 milljörðum kr. „Þennan milljarð eigum við ekki til," segir Geir Inge Solberg forstjóri Acta í samtali við e24.se.Eins og áður hefur komið fram hér á visir.is hafa um 3.200 Svíar fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.Þetta nýja tilboð Kaupþing fól í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.Nú hafa a.m.k. 300 Svíar hafnað tilboði Kaupþings og ætla saman í hóplögsókn gegn Acta til að reyna að fá fé sitt endurheimt. Fari svo að Svíarnir vinni málið munu tæplega 3.000 landar þeirra væntanlega fylgja í kjölfarið með sömu kröfurnar.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira