Sitjum heima 5. mars 2010 16:56 Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun