Umfjöllun: Grindavík slátraði Fjölni í fjórða leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2010 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira