Erlent

Fór nafnavillt í samförum

Óli Tynes skrifar
Joanne og Gary.
Joanne og Gary.

Fjörutíu og fjögurra ára gamall breskur maður hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fjörutíu og eins árs gamla sambýliskonu sína.

Morðið framdi hann eftir að hún hrópaði nafn annars manns meðan þau voru að hafa samfarir.

Joanne Kitchen og Gary Higgs hittust á Facebook árið 2009 meðan bæði voru í sambúð. Þau tóku saman og fluttu inn í leiguíbúð. Sambúð þeirra gekk svona og svona.

Tvítug dóttir Joanne átti kærasta sem hét Christopher James. Illar grunsemdir munu hafa vaknað með Gary Higgs þegar hann var í rúminu með sambýliskonunni og hún hrópaði: „Chris, fastar."

Hann þaut inn í eldhús og sótti þar hníf sem hann særði Joanne með og kyrkti hana svo með rafmagnssnúru.

Við uppkvaðningu dóms sagði dómarinn að Higgs hefði ekki haft neinar sannanir fyrir því að sambýliskonan hefði haldið framhjá honum. Og jafnvel þótt svo hefði verið hefðu gjörðir hans verið óafsakanlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×