Varanlegur eignarréttur yfir auðlindum Jón Steinsson l skrifar 13. júlí 2010 07:00 Í umræðunni um úthlutun veiðiheimilda á Íslandi er því iðulega haldið fram að besta leiðin til þess að ná fram hagkvæmni í sjávarútvegi sé að ríkið úthluti varanlegum eignarrétti yfir aflahlutdeildum og leggi síðan enga frekari skatta á afnot af aflahlutdeildum umfram þá skatta sem öll fyrirtæki greiða. Varanlegur eignarréttur án sérstakra skatta er sagður tryggja að handhafar aflahlutdeilda hafi rétta hvata til fjárfestingar og verðmætasköpunar og að þeir fari vel með aflahlutdeildirnar. Þessi rök eru oft notuð gegn hugmyndum um auðlindagjöld í sjávarútvegi og einnig hugmyndum um fyrningu aflahlutdeilda og endurúthlutun með uppboði til 20 ára. Til þess að sjá gallann við þessa röksemdafærslu er gagnlegt að horfa til úthlutunar annarra takmarkaðra náttúruauðlinda svo sem olíu. Að því er ég best veit úthlutar ekkert ríki heims sem býr yfir olíu varanlegum eignar-rétti yfir olíulindum sínum án þess að innheimta einhvers konar auðlindaskatt að úthlutun lokinni. Flest ríki sem búa yfir olíu og úthluta afnotarétti til einkaaðila innheimta stærstan hluta tekna af olíulindum sínum í formi skatts sem er hlutfall af söluverði olíunnar. Við fyrstu sýn virðist þessi staðreynd ef til vill illskiljanleg. Skattur sem er hlutfall af söluverði olíunnar hefur augljós skekkjandi áhrif á rekstur olíufyrirtækja. Á einhverjum tímapunkti verður ekki lengur hagkvæmt fyrir fyrirtækið að pumpa upp olíunni þar sem tekjur eftir skatta ná ekki að dekka kostnað þess þó svo að tekjur fyrir skatta séu meiri en kostnaður þess. Á þessum tímapunkti hættir fyrirtækið að pumpa olíu þó svo að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að halda áfram að pumpa. Við fyrstu sýn virðist því sem þessi ríki gætu aukið tekjur sínar af olíunni með því að selja varanlegan eignarrétt í stað þess að leggja á auðlindaskatta. Skortur á trúverðugleikaÞegar við hins vegar veltum fyrir okkur hvaða ríki það eru sem búa yfir olíu í heiminum skýrist af hverju það myndi ekki ganga í flestum tilfellum að selja varanlegan eignarrétt. Tökum til dæmis Nígeríu. Segjum að Nígería tilkynnti um sölu á varanlegum eignarrétti yfir ákveðinni olíulind. Myndu stóru olíufyrirtækin í heiminum bjóða sem nemur væntu verðmæti olíulindarinnar? Alveg örugglega ekki. Þau myndu klárlega draga í efa trúverðugleika loforðs Nígeríustjórnar um varanlegan eignarrétt. Þau myndu meta líkurnar á því að Nígeríustjórn gengi á bak orða sinna og setti síðar meir sérstaka skatta á tekjur af olíulindinni eða þjóðnýtti hana með öllu. Þessi áhætta myndi gera það að verkum að olíufyrirtækin myndu bjóða mun lægra verð en vænt verðmæti olíulindarinnar. Ef Nígeríustjórn er skynsöm þá gerir hún sér grein fyrir þessu og reynir ekki að selja varanlegan eignarrétt en gerir þess í stað annars konar samning við olíufyrirtækin sem meiri líkur eru á að hún standi við; samning sem felur í sér greiðslur yfir allan samningstímann og greiðslur sem taka mið af arðsemi olíuvinnslunnar á hverjum tíma. En hvað með Noreg?Slíkur skortur á trúverðugleika er landlægur þegar fátækari lönd heims svo sem Nígería, Bólivía og Venesúela eiga í hlut. En hvað með Noreg? Ef eitthvert ríki í heiminum er til sem getur staðið við loforð um varanlegan eignarrétt þá hlýtur það að vera Noregur. Ég hef spurt nokkra af fremstu hagfræðingum Noregs hvernig standi á því að Noregsstjórn skuli ekki selja varanlegan eignarrétt yfir olíulindum sínum í stað þess að leggja himinháa skatta á tekjur af olíuframleiðslu. Þeir segja iðulega að ástæðan sé sú sama og í Nígeríu. Ef í ljós kæmi nokkrum árum eftir söluna að olíulindin væri tíu sinnum stærri en búist var við eða að olíuverð tífaldaðist þannig að hagnaður fyrirtækisins sem keypti olíulindina væri gríðarlegur myndi pólitískur þrýstingur á það að skattleggja „ofurhagnað" í olíuframleiðslu verða óbærilegur. Bæði olíufyrirtækin og Noregsstjórn gera sér grein fyrir þessu og reyna því ekki að fara þessa leið. Sömu lögmál gilda um ÍslandÞað er einfeldni að halda því fram að pólitískur þrýstingur um skattlagningu „ofurhagnaðs" myndi ekki vera til staðar á Íslandi í framtíðinni ef stjórnvöld reyndu að úthluta varanlegum eignarrétti á aflahlutdeildum eða öðrum náttúrauðlindum (hvort sem þær auðlindir væru gefnar eða seldar) og lofa síðan handhöfum að þeir muni fá að halda öllum hagnaði umfram venjulega fyrirtækjaskatta. Af þessum sökum er vænlegasta leiðin hvað hagkvæmni varðar að úthluta þessum auðlindum þannig að gjaldið sem tekið er af afnotum þeirra hækki og lækki sjálfkrafa í takt við verðmæti auðlindanna. Fyrning aflaheimilda og endurúthlutun til 20 ára og/eða auðlindagjald hafa þennan mikilvæga eiginleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um úthlutun veiðiheimilda á Íslandi er því iðulega haldið fram að besta leiðin til þess að ná fram hagkvæmni í sjávarútvegi sé að ríkið úthluti varanlegum eignarrétti yfir aflahlutdeildum og leggi síðan enga frekari skatta á afnot af aflahlutdeildum umfram þá skatta sem öll fyrirtæki greiða. Varanlegur eignarréttur án sérstakra skatta er sagður tryggja að handhafar aflahlutdeilda hafi rétta hvata til fjárfestingar og verðmætasköpunar og að þeir fari vel með aflahlutdeildirnar. Þessi rök eru oft notuð gegn hugmyndum um auðlindagjöld í sjávarútvegi og einnig hugmyndum um fyrningu aflahlutdeilda og endurúthlutun með uppboði til 20 ára. Til þess að sjá gallann við þessa röksemdafærslu er gagnlegt að horfa til úthlutunar annarra takmarkaðra náttúruauðlinda svo sem olíu. Að því er ég best veit úthlutar ekkert ríki heims sem býr yfir olíu varanlegum eignar-rétti yfir olíulindum sínum án þess að innheimta einhvers konar auðlindaskatt að úthlutun lokinni. Flest ríki sem búa yfir olíu og úthluta afnotarétti til einkaaðila innheimta stærstan hluta tekna af olíulindum sínum í formi skatts sem er hlutfall af söluverði olíunnar. Við fyrstu sýn virðist þessi staðreynd ef til vill illskiljanleg. Skattur sem er hlutfall af söluverði olíunnar hefur augljós skekkjandi áhrif á rekstur olíufyrirtækja. Á einhverjum tímapunkti verður ekki lengur hagkvæmt fyrir fyrirtækið að pumpa upp olíunni þar sem tekjur eftir skatta ná ekki að dekka kostnað þess þó svo að tekjur fyrir skatta séu meiri en kostnaður þess. Á þessum tímapunkti hættir fyrirtækið að pumpa olíu þó svo að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að halda áfram að pumpa. Við fyrstu sýn virðist því sem þessi ríki gætu aukið tekjur sínar af olíunni með því að selja varanlegan eignarrétt í stað þess að leggja á auðlindaskatta. Skortur á trúverðugleikaÞegar við hins vegar veltum fyrir okkur hvaða ríki það eru sem búa yfir olíu í heiminum skýrist af hverju það myndi ekki ganga í flestum tilfellum að selja varanlegan eignarrétt. Tökum til dæmis Nígeríu. Segjum að Nígería tilkynnti um sölu á varanlegum eignarrétti yfir ákveðinni olíulind. Myndu stóru olíufyrirtækin í heiminum bjóða sem nemur væntu verðmæti olíulindarinnar? Alveg örugglega ekki. Þau myndu klárlega draga í efa trúverðugleika loforðs Nígeríustjórnar um varanlegan eignarrétt. Þau myndu meta líkurnar á því að Nígeríustjórn gengi á bak orða sinna og setti síðar meir sérstaka skatta á tekjur af olíulindinni eða þjóðnýtti hana með öllu. Þessi áhætta myndi gera það að verkum að olíufyrirtækin myndu bjóða mun lægra verð en vænt verðmæti olíulindarinnar. Ef Nígeríustjórn er skynsöm þá gerir hún sér grein fyrir þessu og reynir ekki að selja varanlegan eignarrétt en gerir þess í stað annars konar samning við olíufyrirtækin sem meiri líkur eru á að hún standi við; samning sem felur í sér greiðslur yfir allan samningstímann og greiðslur sem taka mið af arðsemi olíuvinnslunnar á hverjum tíma. En hvað með Noreg?Slíkur skortur á trúverðugleika er landlægur þegar fátækari lönd heims svo sem Nígería, Bólivía og Venesúela eiga í hlut. En hvað með Noreg? Ef eitthvert ríki í heiminum er til sem getur staðið við loforð um varanlegan eignarrétt þá hlýtur það að vera Noregur. Ég hef spurt nokkra af fremstu hagfræðingum Noregs hvernig standi á því að Noregsstjórn skuli ekki selja varanlegan eignarrétt yfir olíulindum sínum í stað þess að leggja himinháa skatta á tekjur af olíuframleiðslu. Þeir segja iðulega að ástæðan sé sú sama og í Nígeríu. Ef í ljós kæmi nokkrum árum eftir söluna að olíulindin væri tíu sinnum stærri en búist var við eða að olíuverð tífaldaðist þannig að hagnaður fyrirtækisins sem keypti olíulindina væri gríðarlegur myndi pólitískur þrýstingur á það að skattleggja „ofurhagnað" í olíuframleiðslu verða óbærilegur. Bæði olíufyrirtækin og Noregsstjórn gera sér grein fyrir þessu og reyna því ekki að fara þessa leið. Sömu lögmál gilda um ÍslandÞað er einfeldni að halda því fram að pólitískur þrýstingur um skattlagningu „ofurhagnaðs" myndi ekki vera til staðar á Íslandi í framtíðinni ef stjórnvöld reyndu að úthluta varanlegum eignarrétti á aflahlutdeildum eða öðrum náttúrauðlindum (hvort sem þær auðlindir væru gefnar eða seldar) og lofa síðan handhöfum að þeir muni fá að halda öllum hagnaði umfram venjulega fyrirtækjaskatta. Af þessum sökum er vænlegasta leiðin hvað hagkvæmni varðar að úthluta þessum auðlindum þannig að gjaldið sem tekið er af afnotum þeirra hækki og lækki sjálfkrafa í takt við verðmæti auðlindanna. Fyrning aflaheimilda og endurúthlutun til 20 ára og/eða auðlindagjald hafa þennan mikilvæga eiginleika.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun