Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli 3. desember 2010 09:18 Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira