Innlent

Segir keppinauta njóta forskots

Heimilismenn eiga þess kosta að greiða atkvæði utankjörfundar á Sólheimum í dag líkt og í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum.
Heimilismenn eiga þess kosta að greiða atkvæði utankjörfundar á Sólheimum í dag líkt og í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum.

Fulltrúar C-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum í Grímsnesi í dag.

Hörður Óli Guðmundsson, efsti maður á C-listanum, bendir á að Guðmundur Ármann Pétursson, forstöðumaður Sólheima, sé í 2. sæti á K-listanm, hinu framboðinu í sveitarfélaginu. Hörður segir heimilis-menn á Sólheimum vera um tólf prósent kjósenda. Hann telji að þeir eigi að mæta á almennan kjörstað.

Hörður kveðst telja K-listann njóta forskots með atkvæðagreiðslunni á Sólheimum. „Auðvitað stóla heimilismenn á Sólheimum á sitt fólk og treystir því og trúir í öllu og er svolítið undir þeirra verndarvæng,“ segir hann.

Guðmundur Ármann Pétursson segir langa hefð fyrir utankjörfundaratvæðagreiðslum á Sólheimum. Þær séu hugsaðar til þess að heimilsfólkið þar hafi traust tækifæri til að neyta kosningaréttar síns.

Guðmundur spyr hvort þeir sem vinni á dvalarheimilum aldraðra eða annars staðar þar sem fram fer utankjörfundaratvæðagreiðsla séu þess vegna vanhæfir til pólitískrar þátttökustarfa. „Ég get ekki séð að listinn sem ég er á njóti einhvers forgangs þótt íbúar í sömu byggð og ég njóti kosningaréttar,“ segir forstöðumaðurinn.

Þess má geta að fulltrúar C-listans kærðu utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum fyrir fjórum árum en félagsmálaráðuneytið úrskurðaði að úrslitin stæðu. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×