Spænskir bankar glíma við 13.000 milljarða vandamál 30. nóvember 2010 08:22 Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg." Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg."
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira