Moggi: Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki Ómar Þorgeirsson skrifar 25. febrúar 2010 15:30 Luciano Moggi. Nordic photos/AFP Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti