Moggi: Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki Ómar Þorgeirsson skrifar 25. febrúar 2010 15:30 Luciano Moggi. Nordic photos/AFP Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira