Verulega dregur úr kortanotkun í Bandaríkjunum 1. desember 2010 10:07 Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira