Innlent

Meirihlutinn fallinn í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni í Árborg en meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins er fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut því 1.369 atkvæði eða 44,5 prósent.

Samfylkingin heldur sínum tveimur mönnum en þeir fengu 577 atkvæði eða 18,7 prósent. Framsókn tapar hinsvegar manni og er því bara menn einn mann kjörinn en þeir fengu 17,4 prósent. Vinstri grænir ná einum manni inn.

Alls hafa verið talin 2770 atkvæði í Árborg en þar eru 5453 á kjörskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×