Enska biskupakirkjan tapar stórt á fasteignabraski í New York 26. janúar 2010 08:43 Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi". Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi".
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira