„Hver borgaði Framsókn?“ 12. maí 2010 10:01 Kristinn var þingflokksformaður Framsóknarflokksins á árunum 1999-2003. Hann átti einnig sæti á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið og Frjálslynda flokkinn. „Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum," segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Kristinn segir að þess sé krafist að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra upplýsi að fullu hverjir styrktu þá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og þingkosningarnar árið eftir. Á þessu kjörtímabili hafi fjármálafyrirtæki haft sérstakan áhuga á Orkuveitu Reykjavíkur. Hann spyr hvort nokkur sé búinn að gleyma darraðardansinum á árunum 2006 og 2007 um Geysi Green Energy, REI og hverjir hafi verið aðalleikarar þar. „Blandast nokkrum hugur um sambandið milli þessara afskipta nokkurra útrásarvíkinga landsins og tíðra meirihlutaskipta í borgarstjórninni? Kannski var stærsta spillingin í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð einmitt þar," segir Kristinn. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hefði svarað kallinu og skipt um fólk. Flokkurinn hefði aftur á móti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og ekki gefið skýringar á því hvers vegna Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, sagði af sér í janúarmánuði 2008. „Var það vegna óeðlilegra fjárhagslegra tengsla við athafnamenn í REI-málinu? Hverjir voru það sem styrktu hann og flokkinn um tugi milljóna króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006? Voru það sömu aðilar og hugðust komast yfir Orkuveitu Reykjavíkur?" Þá segir Kristinn að enn sé eftirfarandi spurningu ósvarað: „Hver borgaði Framsókn?" Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
„Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum," segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Kristinn segir að þess sé krafist að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra upplýsi að fullu hverjir styrktu þá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og þingkosningarnar árið eftir. Á þessu kjörtímabili hafi fjármálafyrirtæki haft sérstakan áhuga á Orkuveitu Reykjavíkur. Hann spyr hvort nokkur sé búinn að gleyma darraðardansinum á árunum 2006 og 2007 um Geysi Green Energy, REI og hverjir hafi verið aðalleikarar þar. „Blandast nokkrum hugur um sambandið milli þessara afskipta nokkurra útrásarvíkinga landsins og tíðra meirihlutaskipta í borgarstjórninni? Kannski var stærsta spillingin í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð einmitt þar," segir Kristinn. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hefði svarað kallinu og skipt um fólk. Flokkurinn hefði aftur á móti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og ekki gefið skýringar á því hvers vegna Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, sagði af sér í janúarmánuði 2008. „Var það vegna óeðlilegra fjárhagslegra tengsla við athafnamenn í REI-málinu? Hverjir voru það sem styrktu hann og flokkinn um tugi milljóna króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006? Voru það sömu aðilar og hugðust komast yfir Orkuveitu Reykjavíkur?" Þá segir Kristinn að enn sé eftirfarandi spurningu ósvarað: „Hver borgaði Framsókn?"
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira