„Hver borgaði Framsókn?“ 12. maí 2010 10:01 Kristinn var þingflokksformaður Framsóknarflokksins á árunum 1999-2003. Hann átti einnig sæti á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið og Frjálslynda flokkinn. „Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum," segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Kristinn segir að þess sé krafist að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra upplýsi að fullu hverjir styrktu þá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og þingkosningarnar árið eftir. Á þessu kjörtímabili hafi fjármálafyrirtæki haft sérstakan áhuga á Orkuveitu Reykjavíkur. Hann spyr hvort nokkur sé búinn að gleyma darraðardansinum á árunum 2006 og 2007 um Geysi Green Energy, REI og hverjir hafi verið aðalleikarar þar. „Blandast nokkrum hugur um sambandið milli þessara afskipta nokkurra útrásarvíkinga landsins og tíðra meirihlutaskipta í borgarstjórninni? Kannski var stærsta spillingin í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð einmitt þar," segir Kristinn. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hefði svarað kallinu og skipt um fólk. Flokkurinn hefði aftur á móti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og ekki gefið skýringar á því hvers vegna Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, sagði af sér í janúarmánuði 2008. „Var það vegna óeðlilegra fjárhagslegra tengsla við athafnamenn í REI-málinu? Hverjir voru það sem styrktu hann og flokkinn um tugi milljóna króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006? Voru það sömu aðilar og hugðust komast yfir Orkuveitu Reykjavíkur?" Þá segir Kristinn að enn sé eftirfarandi spurningu ósvarað: „Hver borgaði Framsókn?" Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum," segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Kristinn segir að þess sé krafist að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra upplýsi að fullu hverjir styrktu þá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og þingkosningarnar árið eftir. Á þessu kjörtímabili hafi fjármálafyrirtæki haft sérstakan áhuga á Orkuveitu Reykjavíkur. Hann spyr hvort nokkur sé búinn að gleyma darraðardansinum á árunum 2006 og 2007 um Geysi Green Energy, REI og hverjir hafi verið aðalleikarar þar. „Blandast nokkrum hugur um sambandið milli þessara afskipta nokkurra útrásarvíkinga landsins og tíðra meirihlutaskipta í borgarstjórninni? Kannski var stærsta spillingin í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð einmitt þar," segir Kristinn. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hefði svarað kallinu og skipt um fólk. Flokkurinn hefði aftur á móti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og ekki gefið skýringar á því hvers vegna Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, sagði af sér í janúarmánuði 2008. „Var það vegna óeðlilegra fjárhagslegra tengsla við athafnamenn í REI-málinu? Hverjir voru það sem styrktu hann og flokkinn um tugi milljóna króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006? Voru það sömu aðilar og hugðust komast yfir Orkuveitu Reykjavíkur?" Þá segir Kristinn að enn sé eftirfarandi spurningu ósvarað: „Hver borgaði Framsókn?"
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira