Aðildarviðræður tengdar Icesave 19. júní 2010 06:00 Leiðtogar Evrópusambandsins á fundi sínum 17. júní Á myndinni sjást meðal annars Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. nordicphotos/AFP Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira