Rússneskir auðmenn fela auðæfi sín í Danmörku 18. janúar 2010 09:50 Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent