Rússneskir auðmenn fela auðæfi sín í Danmörku 18. janúar 2010 09:50 Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira