Klíkusamfélagið - Flokksræðið gegn fólkinu - Vilmundur Gylfason – Úrbætur Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2010 09:08 Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun