Beint lýðræði ný stjórnarskrá Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2010 06:00 Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg".
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar