Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði 21. maí 2010 04:00 Tilbúin í slaginn Helmingur starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga býður sig fram til sveitarstjórnar. Frá vinstri eru Elín Jóna Rósinberg, Anna María Elíasdóttir, Leó Örn Þorleifsson, Ragnar Smári Helgason og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
„Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira