Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði 21. maí 2010 04:00 Tilbúin í slaginn Helmingur starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga býður sig fram til sveitarstjórnar. Frá vinstri eru Elín Jóna Rósinberg, Anna María Elíasdóttir, Leó Örn Þorleifsson, Ragnar Smári Helgason og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
„Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira