Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði 21. maí 2010 04:00 Tilbúin í slaginn Helmingur starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga býður sig fram til sveitarstjórnar. Frá vinstri eru Elín Jóna Rósinberg, Anna María Elíasdóttir, Leó Örn Þorleifsson, Ragnar Smári Helgason og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
„Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira