Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri 10. febrúar 2010 09:27 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.Framangreindar upplýsingar koma frá The American Petroleum Institute. Á föstudag er síðan von á nýjum tölum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og er þess vænst að þær sýni áframhaldandi aukningu á olíubirgðum landsins um 1,5 milljónir tunna í þessari viku.Victor Schum stjórnandi hjá Purvin & Gertz í Singapore segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þessar miklu birgðir hafi það í för með sér að heimsmarkaðsverð á olíu verði ekki hærra en um 70 dollara á tunnuna í náinni framtíð.WTI olían á markaðinum í New York lækkaði um 0,3% í morgun og stendur í 73,5 dollurum á tunnuna. Brent olían á markaðinum í London lækkaði um 0,5% og stendur í 71,8 dollurum.Aðrar hrávörur hækka lítilsháttar í morgun þrátt fyrir áframhaldandi styrkingu dollarins. Þetta á við um gull, kopar og ál. Álverðið á markaðinum í London er aftur komið upp fyrir 2.000 dollara á tonnið en það fór niður úr því verði fyrr í vikunni. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.Framangreindar upplýsingar koma frá The American Petroleum Institute. Á föstudag er síðan von á nýjum tölum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og er þess vænst að þær sýni áframhaldandi aukningu á olíubirgðum landsins um 1,5 milljónir tunna í þessari viku.Victor Schum stjórnandi hjá Purvin & Gertz í Singapore segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þessar miklu birgðir hafi það í för með sér að heimsmarkaðsverð á olíu verði ekki hærra en um 70 dollara á tunnuna í náinni framtíð.WTI olían á markaðinum í New York lækkaði um 0,3% í morgun og stendur í 73,5 dollurum á tunnuna. Brent olían á markaðinum í London lækkaði um 0,5% og stendur í 71,8 dollurum.Aðrar hrávörur hækka lítilsháttar í morgun þrátt fyrir áframhaldandi styrkingu dollarins. Þetta á við um gull, kopar og ál. Álverðið á markaðinum í London er aftur komið upp fyrir 2.000 dollara á tonnið en það fór niður úr því verði fyrr í vikunni.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira