Innlent

Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Skúlason segir að trúnaðarmenn Framsóknarflokksins sem kusu Sjálfstæðisflokkinn eigi að segja af sér. Mynd/ Valli.
Einar Skúlason segir að trúnaðarmenn Framsóknarflokksins sem kusu Sjálfstæðisflokkinn eigi að segja af sér. Mynd/ Valli.
Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að ganga skrefið til fulls og segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Einar í pistli sem hann skrifar á vefsvæði sitt á Pressunni.

Einar segir að gengi framsóknarmanna í borginni hafi verið hörmulegt. „Við lækkuðum um ríflega þrjú prósent í fylgi frá kosningunum 2006 og misstum fulltrúa í borgarstjórn. Það er bæði persónulegur ósigur minn og flokksins," segir Einar. Gengi okkar í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki síður verið slæmt, að undanskildu Álftanesi.

„Það var óþægilegt að finna fyrir því í kosningabaráttunni hversu ímynd Framsóknarflokksins er löskuð í Reykjavík og hve fólk virðist eiga bágt með að trúa því að endurnýjun hafi raunverulega átt sér stað í Framsóknarflokknum," segir Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×