Ný framboð skapa óvissu 29. maí 2010 08:00 Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira