Skapar fordæmi til að sækja núverandi ráðherra til saka 2. október 2010 12:23 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni. Landsdómur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni.
Landsdómur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira