Innlent

Wikileaks: Níu mílna fjarlægð

Frásögnum íslenska utanríkisráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins ber ekki saman um flug rússneskra sprengjuflugvéla inn á íslenska flugumsjónarsvæðið aðfaranótt 17. ágúst árið 2007.

Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, segir í skýrslu sinni, dagsettri 27. ágúst, að í einni af þremur ferðum rússneskra sprengjuflugvéla inn á svæðið þessa nótt hafi vélarnar verið komnar í aðeins níu sjómílna fjarlægð frá Keflavík.

Í fréttatilkynningu íslenska utanríkisráðuneytisins, dagsettri 18. ágúst, segir að vélarnar hafi komið „inn í íslenska flugumfjónarsvæðið en ekki inn í lofthelgi Íslands." Lofthelgi Íslands er 12 sjómílur.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×