Hrafnhildur: Búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2010 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir. Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur. Íslenski handboltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira