Robben skaut FC Bayern í undanúrslit - Mæta Lyon Elvar Geir Magnússon skrifar 7. apríl 2010 17:45 Rafael var rekinn af velli. Það verður ekkert enskt lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þýska liðið FC Bayern sló út Manchester United í kvöld og mun mæta franska liðinu Lyon í undanúrslitum. United vann leikinn í kvöld 3-2 en samanlögð úrslit eru 4-4 og kemst Bayern áfram á fleiri mörkum á útivelli. Darron Gibson kom United yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Nani bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar. Mögnuð byrjun hjá heimamönnum en á 43. mínútu minnkaði Ivica Olic muninn fyrir Bayern og staðan 3-1 í hálfleik. Vendipunkturinn í leiknum kom svo á 50. mínútu. Rafael, sem hafði verið frábær í bakverðinum hjá United, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu síðar fór Wayne Rooney af velli en augljóst var að hann var ekki 100% heill. Einum fleiri skoraði Arjen Robben fyrir FC Bayern með glæsilegu viðstöðulausu skoti. United náði ekki að svara og þýska liðið er því komið í undanúrslitin. Þar mætir Bayern liði Lyon frá Frakklandi. Lyon tapaði reyndar fyrir Bordeaux í kvöld 1-0 en vann fyrri leikinn 3-1 og kemst því áfram. Leikirnir voru í beinni textalýsingu á Vísi og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Man. Utd - FC Bayern 3 -2 (4-4 samanlagt) 1-0 Darron Gibson (3.) 2-0 Nani (7.) 3-0 Nani (41.) 3-1 Ivica Olic (43.) Rautt: Rafael (ManU 50.) 3-2 Arjen Robben (74.) 93.mín: LEIK LOKIÐ. FC Bayern í undanúrslitin. 90.mín: Uppbótartími aðeins þrjár mínútur. Nemanja Vidic kominn í fremstu víglínu. 81.mín: Ryan Giggs inn fyrir Gibson. 80.mín: Skipting: Dimitar Berbatov kemur inn fyrir Carrick. Þetta er svo sannarlega rétta tækifærið fyrir þann búlgarska að vinna sig inn í hug og hjörtu stuðningsmanna United. 74.mín: MARK! Arjen Robben hefur skorað fyrir FC Bayern. Hann skoraði með viðstöðulausu skoti beint eftir hornspyrnu. Glæsilegt mark. Bayern er á leið í undanúrslitin ef þetta verða úrslit leiksins! 68.mín: Bæði lið hafa verið að fá fín færi. Ótrúleg spenna í þessum leik. Ef Bayern skorar og leikurinn endar 3-2 fer liðið áfram á fleiri mörkum á útivelli. 55.mín: Skipting: Rooney fer af velli og inn kemur John O'Shea í sínum fyrsta leik í fimm mánuði. United átt tvær hættulegar skottilraunir síðustu mínútur en Nani og Fletcher hittu ekki markið. 50.mín: RAUTT SPJALD. Manchester United missir mann af velli. Rafael sem hefur verið frábær í leiknum fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ekki hægt að kvarta yfir þessum dómi. Darren Fletcher fer í hægri bakvörðinn. 46.mín: Seinni hálfleikur hafinn og vonandi verður hann taumlaus skemmtun eins og sá fyrri. Mario Gomez er kominn inn sem varamaður hjá Bayern. 45.mín: Það er kominn hálfleikur á Old Trafford. Rooney kláraði hálfleikinn en er augljóslega ekki 100% heill. Arjen Robben var nálægt því að skora aftur fyrir Bayern í viðbótartíma fyrri hálfleiks en Van der Sar varði vel. 43.mín: MARK! Ivica Olic er ekki lengi að minnka muninn fyrir Bæjara! Rétt fyrir annað mark Nani fékk hann dauðafæri en skot hans var varið. Nú skoraði hann hinsvegar og staðan 3-1. Michael Carrick féll í teignum og Olic nýtti sér það. Nú þarf Bayern aðeins að skora eitt mark. Þvílíkur leikur. 41.mín: MARK! 3-0 fyrir United. Valencia lagði upp annað mark fyrir Nani sem kláraði með frábærum hætti og fagnaði með ekki síðri hætti. Bayern þarf nú að skora tvívegis. 35.mín: Þarna átti United að komast í 3-0! Rafael komst í dauðafæri, hefði getað rennt boltanum á Rooney en ákvað að skjóta sjálfur. Boltinn fór framhjá. Rafael staðið sig vel í leiknum og verið með Franck Ribery í vasanum. 33.mín: „Miðjan hjá United hefur verið frábær. Það er allt annað að sjá til liðsins frá síðustu tveimur leikjum," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 31.mín: Sir Alex: Er ekki að taka neina áhættu með Rooney 30.mín: Rooney er enn inná vellinum en getur ekki hlaupið af fullum krafti. Dimitar Berbatov er að hita. 22.mín: Wayne Rooney er byrjaður að haltra. 16.mín: Leikurinn hefur nú róast aðeins. Hans-Jörg Butt, markvörður Bayern, hefur virkað mjög taugaóstýrkur í byrjun leiks. 7.mín: MARK! Nani var að skora 2-0 fyrir United! Þvílíkt og annað eins. Skoraði laglega með hælnum eftir sendingu frá Antonio Valencia. Ótrúleg byrjun á þessum leik. 3.mín: MARK! Óskabyrjun fyrir Manchester United. Darron Gibson... já Darron Gibson hefur komið United yfir. Fékk ágætis pláss rétt fyrir utan teiginn og lét vaða, hans fyrsta mark í Meistaradeildinni. Ef þetta verða úrslitin fer United í undanúrslitin. 1.mín: Leikurinn er hafinn á Old Trafford. FC Bayern hefur þrívegis leikið á Old Trafford og aldrei tapað. Breytist það í kvöld? Wayne Rooney er í byrjunarliði Manchester United sem mætir FC Bayern í kvöld. Spurning hvort það sé jafnvel enn meiri frétt að Darron Gibson er líka í byrjunarliðinu? Dimitar Berbatov er á bekknum. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er meðal áhorfenda og mun væntanlega vera með öndina í hálsinum enda ansi mikilvægt fyrir enska landsliðið að Rooney verði heill á HM í sumar. Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Gibson, Valencia, Rooney, Nani. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Giggs, Scholes, O'Shea, Jonathan Evans, Macheda) Byrjunarlið FC Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Robben, Van Bommel, Schweinsteiger, Ribery, Olic, Muller. (Varamenn: Rensing, Altintop, Klose, Pranjic, Contento, Gomez, Tymoschuk.) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Bordeaux-Lyon 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Marouane Chamakh (45.) 90.mín: LEIK LOKIÐ. Lyon áfram í undanúrslit. 80.mín: Spennuþrungið andrúmsloft. Bordeaux vildi fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekkert við litla kátínu heimamanna. 48.mín: Seinni hálfleikur hafinn. 45.mín: MARK! Það er spenna í Frakklandi. Chamakh skoraði í lok fyrri hálfleiks og Bordeaux komið með forystu. Liðið þarf eitt mark í viðbót og þá bíður farseðill í undanúrslitin. 38.mín: Bordeaux hefur verið hættulegra en ekki náð að setja mark. Staða Lyon er því enn sterk. 30.mín: Enn er beðið eftir fyrsta markinu. 1.mín: Flautað hefur verið til leiks í Frakklandi. Lisandro Lopez sem skoraði tvívegis fyrir Lyon í fyrri leiknum er ekki með í kvöld vegna leikbanns. Byrjunarlið Bordeaux: Carrasso, Sane, Ciani, Planus, Tremoulinas, Plasil, Diarra, Jussie, Gourcuff, Wendell, Chamakh. (Varamenn: Rame, Henrique, Gouffran, Cavenaghi, Bellion, Chalme, Traore.) Byrjunarlið Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Gonalons, Kallstrom, Michel Bastos, Gomis, Delgado. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Pjanic, Ederson, Tafer, Gassama, Belfodil.) Dómari: Alberto Undiano Mallenco (Spánn) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sjá meira
Það verður ekkert enskt lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þýska liðið FC Bayern sló út Manchester United í kvöld og mun mæta franska liðinu Lyon í undanúrslitum. United vann leikinn í kvöld 3-2 en samanlögð úrslit eru 4-4 og kemst Bayern áfram á fleiri mörkum á útivelli. Darron Gibson kom United yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Nani bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar. Mögnuð byrjun hjá heimamönnum en á 43. mínútu minnkaði Ivica Olic muninn fyrir Bayern og staðan 3-1 í hálfleik. Vendipunkturinn í leiknum kom svo á 50. mínútu. Rafael, sem hafði verið frábær í bakverðinum hjá United, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu síðar fór Wayne Rooney af velli en augljóst var að hann var ekki 100% heill. Einum fleiri skoraði Arjen Robben fyrir FC Bayern með glæsilegu viðstöðulausu skoti. United náði ekki að svara og þýska liðið er því komið í undanúrslitin. Þar mætir Bayern liði Lyon frá Frakklandi. Lyon tapaði reyndar fyrir Bordeaux í kvöld 1-0 en vann fyrri leikinn 3-1 og kemst því áfram. Leikirnir voru í beinni textalýsingu á Vísi og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Man. Utd - FC Bayern 3 -2 (4-4 samanlagt) 1-0 Darron Gibson (3.) 2-0 Nani (7.) 3-0 Nani (41.) 3-1 Ivica Olic (43.) Rautt: Rafael (ManU 50.) 3-2 Arjen Robben (74.) 93.mín: LEIK LOKIÐ. FC Bayern í undanúrslitin. 90.mín: Uppbótartími aðeins þrjár mínútur. Nemanja Vidic kominn í fremstu víglínu. 81.mín: Ryan Giggs inn fyrir Gibson. 80.mín: Skipting: Dimitar Berbatov kemur inn fyrir Carrick. Þetta er svo sannarlega rétta tækifærið fyrir þann búlgarska að vinna sig inn í hug og hjörtu stuðningsmanna United. 74.mín: MARK! Arjen Robben hefur skorað fyrir FC Bayern. Hann skoraði með viðstöðulausu skoti beint eftir hornspyrnu. Glæsilegt mark. Bayern er á leið í undanúrslitin ef þetta verða úrslit leiksins! 68.mín: Bæði lið hafa verið að fá fín færi. Ótrúleg spenna í þessum leik. Ef Bayern skorar og leikurinn endar 3-2 fer liðið áfram á fleiri mörkum á útivelli. 55.mín: Skipting: Rooney fer af velli og inn kemur John O'Shea í sínum fyrsta leik í fimm mánuði. United átt tvær hættulegar skottilraunir síðustu mínútur en Nani og Fletcher hittu ekki markið. 50.mín: RAUTT SPJALD. Manchester United missir mann af velli. Rafael sem hefur verið frábær í leiknum fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ekki hægt að kvarta yfir þessum dómi. Darren Fletcher fer í hægri bakvörðinn. 46.mín: Seinni hálfleikur hafinn og vonandi verður hann taumlaus skemmtun eins og sá fyrri. Mario Gomez er kominn inn sem varamaður hjá Bayern. 45.mín: Það er kominn hálfleikur á Old Trafford. Rooney kláraði hálfleikinn en er augljóslega ekki 100% heill. Arjen Robben var nálægt því að skora aftur fyrir Bayern í viðbótartíma fyrri hálfleiks en Van der Sar varði vel. 43.mín: MARK! Ivica Olic er ekki lengi að minnka muninn fyrir Bæjara! Rétt fyrir annað mark Nani fékk hann dauðafæri en skot hans var varið. Nú skoraði hann hinsvegar og staðan 3-1. Michael Carrick féll í teignum og Olic nýtti sér það. Nú þarf Bayern aðeins að skora eitt mark. Þvílíkur leikur. 41.mín: MARK! 3-0 fyrir United. Valencia lagði upp annað mark fyrir Nani sem kláraði með frábærum hætti og fagnaði með ekki síðri hætti. Bayern þarf nú að skora tvívegis. 35.mín: Þarna átti United að komast í 3-0! Rafael komst í dauðafæri, hefði getað rennt boltanum á Rooney en ákvað að skjóta sjálfur. Boltinn fór framhjá. Rafael staðið sig vel í leiknum og verið með Franck Ribery í vasanum. 33.mín: „Miðjan hjá United hefur verið frábær. Það er allt annað að sjá til liðsins frá síðustu tveimur leikjum," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 31.mín: Sir Alex: Er ekki að taka neina áhættu með Rooney 30.mín: Rooney er enn inná vellinum en getur ekki hlaupið af fullum krafti. Dimitar Berbatov er að hita. 22.mín: Wayne Rooney er byrjaður að haltra. 16.mín: Leikurinn hefur nú róast aðeins. Hans-Jörg Butt, markvörður Bayern, hefur virkað mjög taugaóstýrkur í byrjun leiks. 7.mín: MARK! Nani var að skora 2-0 fyrir United! Þvílíkt og annað eins. Skoraði laglega með hælnum eftir sendingu frá Antonio Valencia. Ótrúleg byrjun á þessum leik. 3.mín: MARK! Óskabyrjun fyrir Manchester United. Darron Gibson... já Darron Gibson hefur komið United yfir. Fékk ágætis pláss rétt fyrir utan teiginn og lét vaða, hans fyrsta mark í Meistaradeildinni. Ef þetta verða úrslitin fer United í undanúrslitin. 1.mín: Leikurinn er hafinn á Old Trafford. FC Bayern hefur þrívegis leikið á Old Trafford og aldrei tapað. Breytist það í kvöld? Wayne Rooney er í byrjunarliði Manchester United sem mætir FC Bayern í kvöld. Spurning hvort það sé jafnvel enn meiri frétt að Darron Gibson er líka í byrjunarliðinu? Dimitar Berbatov er á bekknum. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er meðal áhorfenda og mun væntanlega vera með öndina í hálsinum enda ansi mikilvægt fyrir enska landsliðið að Rooney verði heill á HM í sumar. Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Gibson, Valencia, Rooney, Nani. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Giggs, Scholes, O'Shea, Jonathan Evans, Macheda) Byrjunarlið FC Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Robben, Van Bommel, Schweinsteiger, Ribery, Olic, Muller. (Varamenn: Rensing, Altintop, Klose, Pranjic, Contento, Gomez, Tymoschuk.) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Bordeaux-Lyon 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Marouane Chamakh (45.) 90.mín: LEIK LOKIÐ. Lyon áfram í undanúrslit. 80.mín: Spennuþrungið andrúmsloft. Bordeaux vildi fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekkert við litla kátínu heimamanna. 48.mín: Seinni hálfleikur hafinn. 45.mín: MARK! Það er spenna í Frakklandi. Chamakh skoraði í lok fyrri hálfleiks og Bordeaux komið með forystu. Liðið þarf eitt mark í viðbót og þá bíður farseðill í undanúrslitin. 38.mín: Bordeaux hefur verið hættulegra en ekki náð að setja mark. Staða Lyon er því enn sterk. 30.mín: Enn er beðið eftir fyrsta markinu. 1.mín: Flautað hefur verið til leiks í Frakklandi. Lisandro Lopez sem skoraði tvívegis fyrir Lyon í fyrri leiknum er ekki með í kvöld vegna leikbanns. Byrjunarlið Bordeaux: Carrasso, Sane, Ciani, Planus, Tremoulinas, Plasil, Diarra, Jussie, Gourcuff, Wendell, Chamakh. (Varamenn: Rame, Henrique, Gouffran, Cavenaghi, Bellion, Chalme, Traore.) Byrjunarlið Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Gonalons, Kallstrom, Michel Bastos, Gomis, Delgado. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Pjanic, Ederson, Tafer, Gassama, Belfodil.) Dómari: Alberto Undiano Mallenco (Spánn)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sjá meira