ESB-umsóknin verður endurskoðuð Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. júlí 2010 06:00 Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun