Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum 3. mars 2010 10:18 Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira