Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar Boði Logason skrifar 15. nóvember 2010 17:19 Krakkarnir fóru út við Menntaskólann á Akureyri. Óskar auglýsir eftir vitnum að athæfinu. „Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira