Víkur af lista framsóknarmanna 27. apríl 2010 19:00 Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. „Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, með umboði stjórnar kjördæmissambandsins, hefur óskað eftir því að ég, Guðrún Valdimarsdóttir, víki sæti af framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir í tilkynningu frá Guðrúnu. Ennfremur segir Guðrún: „Á fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið vakti ég, að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu eiginmanns míns, er nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta gerði ég í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar." Guðrún segir að umrætt fyrirtæki heiti Miðbæjareignir og átti það í viðskiptum við Icebank. „Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn." Viðbrögð flokksmanna komu á óvart Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu." „Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún að lokum. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. „Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, með umboði stjórnar kjördæmissambandsins, hefur óskað eftir því að ég, Guðrún Valdimarsdóttir, víki sæti af framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir í tilkynningu frá Guðrúnu. Ennfremur segir Guðrún: „Á fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið vakti ég, að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu eiginmanns míns, er nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta gerði ég í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar." Guðrún segir að umrætt fyrirtæki heiti Miðbæjareignir og átti það í viðskiptum við Icebank. „Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn." Viðbrögð flokksmanna komu á óvart Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu." „Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún að lokum.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira