Og hvað svo? – fyrri hluti Einar Hugi Bjarnason skrifar 22. júní 2010 05:00 Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum. Niðurstaða réttarins í báðum málunum var sú, að umræddir samningar væru lánssamningar en ekki leigusamningar, þeir væru um skuldbindingu í íslenskum krónum og þ.a.l. væri óheimilt að binda skuldbindinguna skv. samningnum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þótt framangreindir dómar séu skýrir varðandi það að gengistrygging bílasamninga sé óheimil er nú talsverð óvissa um það hvað tekur við. Vitað er að fjöldi aðila, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hefur tekið slík lán og er staða lántakenda misjöfn. Sumir hafa staðið í skilum með afborganir þrátt fyrir hækkun lána, sumir hafa gert upp lánin að fullu, aðrir hafa þurft að þola vörslusviptingu og enn aðrir hafa með skilmálabreytingum breytt lánum sínum í hefðbundin verðtryggð íslensk lán. Í þessari grein verður leitast við að túlka niðurstöðu framangreindra dóma og svara spurningum varðandi réttarstöðu skuldara. Hvernig á að standa að endurútreikningi lána?Hæstiréttur svarar því ekki í dómum sínum hvernig endurreikna skuli gengistryggða lánssamninga. Undirritaðir eru hins vegar eindregið þeirrar skoðunar að túlka verði dómana með þeim hætti að gengistryggingarákvæði bílasamninganna sem um var að tefla sé ógilt en að samningarnir haldi að öðru leyti gildi sínu. Um þetta atriði virðast flestir vera sammála en hins vegar hafa margir orðið til að benda á að eitthvað þurfi að koma í staðinn. Þeim rökum hefur verið teflt fram í því sambandi að ósanngjarnt sé, gagnvart þeim sem kusu að taka verðtryggð lán í íslenskum krónum, að hinir sem tóku hin svonefndu myntkörfulán njóti eftir dóma Hæstaréttar þeirra bestu lánakjara sem boðist hafa á Íslandi fram að þessu. Undirritaðir telja hins vegar að slík rök geti ekki réttlætt það að vikið sé frá skýrum samningsákvæðum. Staðan er einfaldlega sú eftir dóma Hæstaréttar að gengistryggingunni er kippt úr sambandi, ef svo má að orði komast, en eftir standa umsamdir vextir. Að mati undirritaðra er óhugsandi að túlka dóma Hæstaréttar með þeim hætti að í stað gengistryggingar eigi sjálfkrafa að reikna annars konar verðtryggingu. Hvorki sanngirnisrök né rök um brostnar forsendur geta réttlætt slíka niðurstöðu. Sérstaklega skal tekið fram að undirritaðir telja að ekki sé heimilt að miða við vaxtatöflu Seðlabanka Íslands um lægstu óverðtryggðu vexti, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu í stað gengistryggingar, enda á sú lagagrein eingöngu við þegar engin vaxtaviðmiðun er í viðkomandi samningi. Slíkt á hins vegar almennt ekki við um hina svonefndu bílalánssamninga þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vexti skuldbindingin ber. Í þessu sambandi benda undirritaðir á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 sem kveðinn var upp í tilefni af kröfu NBI hf. þess efnis að bú einkahlutafélagsins Þráins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Niðurstaða héraðsdóms var sú að hafna gjaldþrotaskiptakröfu NBI hf. þar sem gengistrygging lánssamninga þeirra sem um var deilt í málinu væri í andstöðu við VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því ógild. Þá segir orðrétt í forsendum dómsins: „Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu. Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar." NBI hf. kærði framangreinda niðurstöðu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu nr. 317/2010 þann 16. júní sl., þ.e. hinn sama dag og hinir svonefndu gengisdómar féllu. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur nálgaðist málið úr annarri átt en héraðsdómur gerði en komst að sömu niðurstöðu. Hæstiréttur tók því ekki afstöðu til þess álitaefnis hvort heimilt væri að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengistryggingar. Undirritaðir lýsa sig sammála niðurstöðu héraðsdómara í ofangreindu máli. Af öllu framangreindu leiðir að við endurútreikning lánssamninga ber að miða við upphaflegan höfuðstól lánanna. Þá er nauðsynlegt að skoða hvern og einn lánssamning sérstaklega og bæta við upphaflegan höfuðstól umsömdum vöxtum. Þegar lánin hafa verið reiknuð út miðað við framangreindar forsendur skal draga frá þær greiðslur sem viðkomandi skuldari hefur greitt að viðbættum vöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá réttum gjalddögum vegna þess sem ofgreitt var. Með þessari aðferðafræði er unnt að reikna út eftirstöðvar viðkomandi lánssamnings. Aðilar sem hafa staðið í skilum með bílalánMiðað við þær forsendur sem gefnar voru hér að framan varðandi endurútreikning lánssamninga má ljóst vera að hugsanlegt er að skuldarar hafi ofgreitt af lánum sínum mánuðum saman miðað við upphaflegar forsendur lánasamningsins. Ef slík aðstaða er uppi er ljóst að viðkomandi skuldari á endurkröfurétt á hendur fjármögnunarfyrirtækinu. Skuldarinn hefur þá það val að krefja fyrirtækið um endurgreiðslu vegna þess sem ofgreitt var eða að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Miðað við þau lausafjárvandræði sem mörg íslensk heimili og fyrirtæki glíma við um þessar mundir er ekki ólíklegt að mörgum þætti fýsilegt að velja fyrrnefnda kostinn. Hins vegar er ljóst, miðað við fjölda gengistryggða lánssamninga og heildarfjárhæð slíkra samninga, að ef margir kysu að fara þessa leið gæti það riðið fjármögnunarfyrirtækjunum að fullu. Seinni hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum. Niðurstaða réttarins í báðum málunum var sú, að umræddir samningar væru lánssamningar en ekki leigusamningar, þeir væru um skuldbindingu í íslenskum krónum og þ.a.l. væri óheimilt að binda skuldbindinguna skv. samningnum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þótt framangreindir dómar séu skýrir varðandi það að gengistrygging bílasamninga sé óheimil er nú talsverð óvissa um það hvað tekur við. Vitað er að fjöldi aðila, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hefur tekið slík lán og er staða lántakenda misjöfn. Sumir hafa staðið í skilum með afborganir þrátt fyrir hækkun lána, sumir hafa gert upp lánin að fullu, aðrir hafa þurft að þola vörslusviptingu og enn aðrir hafa með skilmálabreytingum breytt lánum sínum í hefðbundin verðtryggð íslensk lán. Í þessari grein verður leitast við að túlka niðurstöðu framangreindra dóma og svara spurningum varðandi réttarstöðu skuldara. Hvernig á að standa að endurútreikningi lána?Hæstiréttur svarar því ekki í dómum sínum hvernig endurreikna skuli gengistryggða lánssamninga. Undirritaðir eru hins vegar eindregið þeirrar skoðunar að túlka verði dómana með þeim hætti að gengistryggingarákvæði bílasamninganna sem um var að tefla sé ógilt en að samningarnir haldi að öðru leyti gildi sínu. Um þetta atriði virðast flestir vera sammála en hins vegar hafa margir orðið til að benda á að eitthvað þurfi að koma í staðinn. Þeim rökum hefur verið teflt fram í því sambandi að ósanngjarnt sé, gagnvart þeim sem kusu að taka verðtryggð lán í íslenskum krónum, að hinir sem tóku hin svonefndu myntkörfulán njóti eftir dóma Hæstaréttar þeirra bestu lánakjara sem boðist hafa á Íslandi fram að þessu. Undirritaðir telja hins vegar að slík rök geti ekki réttlætt það að vikið sé frá skýrum samningsákvæðum. Staðan er einfaldlega sú eftir dóma Hæstaréttar að gengistryggingunni er kippt úr sambandi, ef svo má að orði komast, en eftir standa umsamdir vextir. Að mati undirritaðra er óhugsandi að túlka dóma Hæstaréttar með þeim hætti að í stað gengistryggingar eigi sjálfkrafa að reikna annars konar verðtryggingu. Hvorki sanngirnisrök né rök um brostnar forsendur geta réttlætt slíka niðurstöðu. Sérstaklega skal tekið fram að undirritaðir telja að ekki sé heimilt að miða við vaxtatöflu Seðlabanka Íslands um lægstu óverðtryggðu vexti, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu í stað gengistryggingar, enda á sú lagagrein eingöngu við þegar engin vaxtaviðmiðun er í viðkomandi samningi. Slíkt á hins vegar almennt ekki við um hina svonefndu bílalánssamninga þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vexti skuldbindingin ber. Í þessu sambandi benda undirritaðir á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 sem kveðinn var upp í tilefni af kröfu NBI hf. þess efnis að bú einkahlutafélagsins Þráins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Niðurstaða héraðsdóms var sú að hafna gjaldþrotaskiptakröfu NBI hf. þar sem gengistrygging lánssamninga þeirra sem um var deilt í málinu væri í andstöðu við VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því ógild. Þá segir orðrétt í forsendum dómsins: „Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu. Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar." NBI hf. kærði framangreinda niðurstöðu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu nr. 317/2010 þann 16. júní sl., þ.e. hinn sama dag og hinir svonefndu gengisdómar féllu. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur nálgaðist málið úr annarri átt en héraðsdómur gerði en komst að sömu niðurstöðu. Hæstiréttur tók því ekki afstöðu til þess álitaefnis hvort heimilt væri að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengistryggingar. Undirritaðir lýsa sig sammála niðurstöðu héraðsdómara í ofangreindu máli. Af öllu framangreindu leiðir að við endurútreikning lánssamninga ber að miða við upphaflegan höfuðstól lánanna. Þá er nauðsynlegt að skoða hvern og einn lánssamning sérstaklega og bæta við upphaflegan höfuðstól umsömdum vöxtum. Þegar lánin hafa verið reiknuð út miðað við framangreindar forsendur skal draga frá þær greiðslur sem viðkomandi skuldari hefur greitt að viðbættum vöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá réttum gjalddögum vegna þess sem ofgreitt var. Með þessari aðferðafræði er unnt að reikna út eftirstöðvar viðkomandi lánssamnings. Aðilar sem hafa staðið í skilum með bílalánMiðað við þær forsendur sem gefnar voru hér að framan varðandi endurútreikning lánssamninga má ljóst vera að hugsanlegt er að skuldarar hafi ofgreitt af lánum sínum mánuðum saman miðað við upphaflegar forsendur lánasamningsins. Ef slík aðstaða er uppi er ljóst að viðkomandi skuldari á endurkröfurétt á hendur fjármögnunarfyrirtækinu. Skuldarinn hefur þá það val að krefja fyrirtækið um endurgreiðslu vegna þess sem ofgreitt var eða að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Miðað við þau lausafjárvandræði sem mörg íslensk heimili og fyrirtæki glíma við um þessar mundir er ekki ólíklegt að mörgum þætti fýsilegt að velja fyrrnefnda kostinn. Hins vegar er ljóst, miðað við fjölda gengistryggða lánssamninga og heildarfjárhæð slíkra samninga, að ef margir kysu að fara þessa leið gæti það riðið fjármögnunarfyrirtækjunum að fullu. Seinni hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar