Víxlarekkinn í Alþingishúsinu Sighvatur Björgvinsson skrifar 8. september 2010 06:00 Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byropennar - og víxileyðublöð allra bankastofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórnmálamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslustjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands" Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byropennar - og víxileyðublöð allra bankastofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórnmálamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslustjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands" Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun