Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi 7. janúar 2010 13:26 Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis." Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis."
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent