Misminni Sigurðar Einarssonar 30. ágúst 2010 06:00 Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu" um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Alla getur misminnt - líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðlabanka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir". Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónarmið rækilega eins og alþjóð veit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu" um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Alla getur misminnt - líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðlabanka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir". Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónarmið rækilega eins og alþjóð veit.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar