Fjármagn flæðir út úr Evrópu á methraða 1. febrúar 2010 10:37 Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira