Wall Street íhugar að sniðganga skattahækkanir 6. desember 2010 14:01 Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin. Fjallað er um málið í New York Times. Á tímum Bush stjórnarinnar voru skattar á hátekjufólk lækkaðir umtalsvert. Bandaríkjaþing er nú að ákveða hvort afnema eigi þessar skattalækkanir eða ekki. Fari svo að þingið ákveði að afnema skattalækkanirnar í stað þess að framlengja þær getur verið um verulegar fjárhæðir að ræða hjá starfsmönnum stærstu bankanna og fjármálafyrirtækjanna á Wall Street. Meðalbónus hjá hverjum starfsmanna þessara fyrirtækja er um ein milljón dollara eða um 115 milljónir kr. á ári. Ef skattalækkanirnar verða afnumdar þýðir það hátt í 50.000 dollara eða um 5,7 milljónir kr. fyrir hvern þessara starfsmanna í aukna skatta á næsta ári. New York Times segir að í augnablikinu bíði allir eftir því hvað Goldman Sachs muni gera í málinu. Sá bankinn hefur oft leitt restina af hjörðinni í ákvörðunum sem þessum. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin. Fjallað er um málið í New York Times. Á tímum Bush stjórnarinnar voru skattar á hátekjufólk lækkaðir umtalsvert. Bandaríkjaþing er nú að ákveða hvort afnema eigi þessar skattalækkanir eða ekki. Fari svo að þingið ákveði að afnema skattalækkanirnar í stað þess að framlengja þær getur verið um verulegar fjárhæðir að ræða hjá starfsmönnum stærstu bankanna og fjármálafyrirtækjanna á Wall Street. Meðalbónus hjá hverjum starfsmanna þessara fyrirtækja er um ein milljón dollara eða um 115 milljónir kr. á ári. Ef skattalækkanirnar verða afnumdar þýðir það hátt í 50.000 dollara eða um 5,7 milljónir kr. fyrir hvern þessara starfsmanna í aukna skatta á næsta ári. New York Times segir að í augnablikinu bíði allir eftir því hvað Goldman Sachs muni gera í málinu. Sá bankinn hefur oft leitt restina af hjörðinni í ákvörðunum sem þessum.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira